Áhugaleikhús atvinnumanna

Posted by admin in leikhopar. No Comments

25th janúar

Steinunn Knútsdóttir

professional.amateurs@gmail.com /steinunn_knutsdottir@hotmail.com
Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugaleikhús atvinnumanna hefur áhuga á leiklist sem er til í tala til sinna áhorfenda án þess að verða meðvirk. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Ókeypis er inn á leiksýningar leikhússins.



Brúðuheimar

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Brúðuheimar

22nd janúar

Brúðuheimar
Bernd Ogrodnik



Fimbulvetur

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Fimbulvetur

21st janúar

Fimbulvetur
kontakt: gudmunduringithorvaldsson@gmail.com
sími: 8919488

Fimbulvetur var stofnaður árið 2001 og fyrsta verkefnið var Skáld Leitar Harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Friðriks Friðrikssonar í Hafnarfjarleikhúsinu sáluga. Síðan þá hefur Fimbulvetur sett upp fjölda sýninga, flutt inn erlenda listamenn, framleitt sjónvarpsefni, gefið út tónlist svo nokkuð sé nefnt.

Hugðarefni Fimbulvetrar er fyrst og fremst samtíminn og nærsamfélagið. Fimbulvetur er leitandi og einskorðar sig ekki við vinnuaðferðir heldur lagar þær að efnistökunum hverju sinni.



Frystiklefinn (The Freezer)

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Frystiklefinn (The Freezer)

20th janúar

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 8659432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is
 

As a professional and independent theatre, The Freezer mainly creates and produces new Icelandic theatre inspired by stories and sagas from the local area. Its main goal is to rejuvenate these sometimes forgotten tales and make them come alive for new audiences in an exciting and newfound way. For all in-house shows and events, We operate a“pay what you like” payment system. This means … Read More »



Gaflaraleikhúsið

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Gaflaraleikhúsið

19th janúar

Gaflaraleikhúsið

Contact / Tengliður:     Lárus Vilhjálmsson

Email:   larus@gaflaraleikhusid.is

Tel.  565 5900 & 8607481

www.gaflaraleikhusid.is

Gaflaraleikhúsið hefur rekið lítið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011. Að hópnum standa Ágústa Skúladóttir, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson en þau eru öll með mikla reynslu á sviði leiklistar og menningarlífs. Gaflaraleikhúsið er lítið leikhús fyrir 220 áhorfendur, með áhorfendapöllum, stólum og ljósa- og hljóðbúnaði. Hópurinn hefur á síðustu árum framleitt 7 ný íslensk verk bæði í samstarfi við aðra og á eigin spýtur. Verkin eru Ævintýri Múnkhásens, Blakkát, Hjartaspaðar,Unglingurinn, Heili Hjarta Typpi, Konubörn og Bakaraofninn. Auk þessa hafa danshópar, atvinnuleikhópar af landsbyggðinni, erlendir leikhópar og skólaleikhús fengið inn í húsinu með fjölda sýninga. Leikhúsið hefur einnig séð um leiklistarkennslu í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði og er nú að kenna á annað hundrað nemenda ár hvert. Fjöldi sviðslistafólks hefur starfað með hópnum bæði í leikverkefnum og … Read More »



Kraðak ehf

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Kraðak ehf

15th janúar

Anna Begga / (Andrea)
kradak@kradak.is
www.kradak.is

Kraðak ehf var stofnað í ágúst 2007 af þeim Andreu Ösp Karlsdóttur og Önnu Bergljótu Thorarensen. Draumur þeirra var að vinna fyrir sig sjálfar við eitthvað skemmtilegt og eftir mörg ár af óframkvæmdum frábærum hugmyndum ákváðu þær að láta til skarar skríða.
Þetta byrjaði allt með hugmynd að Jólasýningu í Jólahúsi sem væri skemmtun fyrir alla fjölskylduna en hugmyndin stækkaði fljótt. Úr varð einkahlutafélag sem  setur upp leiksýningar, sér um jólasveinaleigu og tekur að sér ýmis umboðsverkefni fyrir leikhópa og hljómsveitir.
Kraðak ehf er því fjölhæft fyrirtæki sem er enn í mótun.



Lýðveldisleikhúsið

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Lýðveldisleikhúsið

11th janúar

Benóný Ægisson
lydveldisleikhusid@gmail.com
www.this.is/great
Lýðveldisleikhúsið leggur áherslu á að setja upp samtímaverk fyrir alla aldurshópa og verk þar sem samþættuð eru leiklist, tónlist og dans



Ólöf danskompaní

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Ólöf danskompaní

9th janúar

Ólöf Ingólfsdóttir
olof.i@li.is



Panic Productions

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Panic Productions

8th janúar

Panic Productions er sviðslistahópur og framleiðslufyrirtæki stofnað árið
2004 af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur. Megin
markmið þeirra er að starfa og skapa með erlendum listamönnum og færa
afurðina heim til Íslands sem og sýna hana erlendis. Frá stofnum hafa átta
verk verið gerð í nafni Panic Productions, með ýmsum listamönnum frá ýmsum
löndum.

Panic Productions

Sveinbjörg Þórhallsdóttir
panic@panicproductions.is/sveinbjorg@centrum.is
www.panicproductions.is



Reykjavík Ensemble

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Reykjavík Ensemble

6th janúar

Alþjóðlega leikfélagið REYKJAVÍK ENSEMBLE var stofnað haustið 2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er listrænn stjórnandi félagsins, og samstarfskonu hennar Ewu Marcinek, verkefnastjóra og rithöfundi. Leikfélagið er fyrsta og eina sjálfstætt starfandi heimsleikhúsið á Íslandi og það vinnur nýsköpunar-og frumkvöðlastarf með því að búa til virkan atvinnuvettvang innan leiklistarinnar fyrir íslenska og fjölþjóðlega listamenn, óháð uppruna, kyni og tungumáli. Leikfélagið þróar og framleiðir skapandi sýningar úr frumsömdum, nútíma og klassískum verkum sem eiga erindi við fjölbreyttan og fjölþjóðlegan áhorfendahóp íslensks samfélags. Á fyrsta starfsárinu útnefndi Reykjavíkurborg REYKJAVÍK ENSEMBLE Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Grímunnar sem Sproti ársins. Ísland pólerað var valin ein af bestu leiksýningum ársins 2020 af leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins.

www.reykjavikensemble.com/



Sirkus Íslands

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Sirkus Íslands

6th janúar

 

Sirkus Íslands var stofnaður árið 2007 af tíu vinum sem vildu upphefja sirkusmenningu á Íslandi. Forsprakkinn er Lee Nelson, sem er trúður og götulistamaður sem ílentist á Íslandi og á nú fjölskyldu hér. Fyrsta sýningin var sett upp í Hafnafjarðarleikhúsinu og hét Stórasti sirkus Íslands. Næsta sýning var sett upp í Salnum í Kópavori og nefndist Sirkus Sóley árið 2010. Ö-faktor var sett upp í Tjarnarbíói 2012 og var sett upp eins og raunveruleikaþáttur þar sem keppt var í sirkuslistum.  Heima er best var sérstaklega sett saman fyrir sirkustjald á Volcano-sirkuslistahátíð Norræna hússins og eftir það var ekki aftur snúið: Sirkusinn varð að kaupa alvöru sirkustjald. Með hjálp þjóðarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund gekk það eftir og árið 2014 var fyrsta íslenska farandsirkussumarið. Í dag starfa um tuttugu manns hjá sirkusnum, ýmist í heilu eða hálfu starfi. Yfir sumartímann ferðast … Read More »



Sögn ehf

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Sögn ehf

5th janúar

Agnes Johansen

agnes@blueeyes.is / blueeyes@blueeyes.is
www.blueeeyes.is



Sögusvuntan

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Sögusvuntan

4th janúar

Á árinu hefur Sögusvuntan (fyrir utan að sýna í grunnskólum og leikskólum í Reykjavík og nágrenni) farið í leikferðir til Rússlands (Petrozavodsk og Abakan í Síberíu), Svíþjóðar og Finnlands og er boðið í nóvember á leikhúshátíð í Novosibirsk og á Festival of the Night í Svíþjóð. Ennfremur hefur Hallveig verið að kenna  nemendum brúðuleikhússkólans í Turku í Finnlandi  kúnstina að setja upp einsmanns brúðuleiksýningar.

Hallveig Thorlacius
hallveig@xx.is



Vinnslan

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Vinnslan

1st janúar

Vinnslan er listahópur og tilraunavettvangur allra listgreina. 
Hópurinn er samansettur af listamönnum úr mismunandi listgreinum. Þau leggja áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á öll listform. Einnig heldur hópurinn samsýningu nokkrum sinnum á ári, og býður þá fleiri listamönnum að setja upp verk sín í vinnslu fyrir framan áhorfendur.

Tengiliður: Vala Ómarsdóttir 8461127

vinnslan@gmail.com

www.vinnslan.is






Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...