Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira
Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er fáanleg hjá Routledge útgáfunni hér.
Dr. Thomas Fabian Eder hefur unnið yfirgripsmikla samanburðarrannsókn og skipulagsgreiningu á sjálfstæðum sviðslistum víða í Evrópu, sem byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, auk þess að skoða viðkvæma félags- og efnahagslega stöðu listafólks og starfsfólks í listum og menningu.
Rannsóknin veitir grundvallar innsýn í sjálfstæða sviðslistageirann í Austurríki, Búlgaríu, Tékklands, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu, Svíþjóð og Sviss. Ennfremur veitir hún fróðleik og innsýn í starf og stöðu listafólks og er framlag í umræðu um framleiðsluhætti og stefnumótun í listum og menningu þvert á landamæri.
Bókin er upp úr vísindalegri rannsókn sem skoðar regluverk og skipulag í geiranum, þar með talið venjur og væntingar. Hún talar til listamanna, starfsmanna og stjórnenda í menningargeiranum, stjórnmálamanna, fræðimanna og nemenda og er innlegg í leiklistarrannsóknir, vinnumarkaðs- og félagsrannsóknir og veitir mikilvægt samhengi fyrir menningarstjórnun og félagasamtök í listum og menningu.
Skildu eftir svar