Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022


Posted on september 14th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt. 

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem algera lágmarksgreiðslu og athugið að listamannalaun eru skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, en þau eru fyrir árið 2023 kr. 490.920 

Við útreikning á verktakaálagi þá leggur FÍL það upp sem amk. 35% álag, en FLÍ hefur bent á að reikna skuli amk 40% álag, sem dekkar þá öll lögbundin launatengd gjöld og þau sem kjarasamningur kveður á um.

Verktakaálag er hugsað til að standa skil á öllum gjöldum sem vinnuveitandi skal greiða s.s. greiðslur til stéttarfélaga, þar undir falla sjúkrasjóður, orlofssjóður og endurmenntunarsjóður; opinber gjöld, þ.e. almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald, markaðsgjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa; mótframlag í lífeyrissjóð launþega (auk framlags í endurhæfingarsjóði), þá býðst launþega að greiða í séreignarsparnað lífeyrissjóða og er launagreiðanda skylt að borga mótframlag; hugsanlega slysa- og sjúkratryggingar; orlof o.þ.h.

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun. 

Vegna aðkeyptrar vinnu er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.

Leikarar, söngvarar og listdansarar 2022

Fyrir vinnuframlag þessara listamanna skal miða við að lágmarki listamannalaun.

Byrjunarlaun leikara á mánuði við stofnanaleikhús (Þjóðleikhúsið) eru frá og með 1. Janúar 2022 kr. 550.834 + 10.500 v hagvaxtarauka = 561.334  eða kr. 757.801 með 35% verktakaálagi.  

Til viðbótar mánaðarkaupi er leikara greitt fyrir hverja sýningu kr. 9.561 eða kr. 12.907 með 35% verktakaálagi.

Leikari er ráðinn skv. kjarasamningi í það minnsta í 4 mánuði. Lágmarkslaun eru skv. því: kr. 2.245.336 launþegalaun / kr. 3.031.204 með 35% verktakaálagi.

Ætti það að vera útgangspunktur þar sem það eru laun sem samningsaðilar leikara hafa komið sér saman um í kjarasamningi að séu lágmarkslaun fyrir leikara. Hægt er að finna út hlutfall af heildarlaunum ef æfingatímabil er styttra en 2 mánuðir (8 vikur).

Sýningarlaun pr. sýn. eru að lágmarki kr. 32.000 (tala frá 2014) fyrir sýningu í fullri lengd.  Mögulega mætti hugsa sér að eðlileg sýningalaun væru þreföld upphæðin að ofan: kr. 38.721 eða fjórföld: kr. 51.628 ef engin mánaðarlaun eru greidd samhliða.

Leikmynda og búningahöfundar 2022

Ef einn aðili er ráðinn til að sinna hvoru tveggja eru lágmarkslaun: kr. 3.059.589 launþegalaun / kr. 4.130.445 með 35% verktakaálagi.

Ef tveir aðilar eru ráðnir þ.e. leikmyndahöf. og búningahöf. Eru launin fyrir hvorn aðila launþega kr. 2.353.530/ kr.3.177.266 með 35% verktakaálagi.  

Greiðsla fyrir hverja sýningu umfram 8 er kr. 8.943 fyrir launþega, 12.074 með 35% verktakaálagi.

Tölurnar eru úr samningum FÍL og fjármálaráðherra v. Þjóðleikhússins og gilda frá og með 1. janúar 2022

Danshöfundar 2022

Lágmarkslaun: kr. 2.353.530/ kr.3.177.266 með 35% verktakaálagi.  

Greiðsla fyrir hverja sýningu umfram 8 er kr. 8.943 fyrir launþega, 12.074 með 35% verktakaálagi.

Tölurnar eru úr samningum FÍL og fjármálaráðherra v. Þjóðleikhússins og gilda frá og með 1. janúar 2022

Leikstjórar 2022

Launatafla FLÍ – Félags leikstjóra á Íslandi, byggð á gildandi samkomulagi FLÍ við Þjóðleikhúsið og ríkissjóð:

1. þrep kr. 636.680.- / 891.352,- með 40% verktakaálagi.

2. þrep kr. 653.261.- / 914.565,- með 40% verktakaálagi.

3. þrep kr. 670.357.- / 938.500,- með 40% verktakaálagi.

4. þrep kr. 687.982.- / 963.175,- með 40% verktakaálagi.

5. þrep kr. 706.151.- / 988.611,- með 40% verktakaálagi.

6. þrep kr. 724.883.- / 1.014.836,- með 40% verktakaálagi.

7. þrep kr. 744.193.- / 1.041.870 með 40% verktakaálagi.

8. þrep kr. 764.102.- / 1.069.743 með 40% verktakaálagi.

Flokkar og lengd svidssetninga ákvarða þar mánaðafjölda launa sem hér segir:

Sviðssetning 1 – Sérstaklega vandasöm sýning fyrir stórt svið, með fjölda þátttakenda og flóknum sviðsútfærslum skal nema aðlágmarki fimm mánaðarlaunum. Ný íslensk leikverk og samsköpunarverk í fullri lengd skulu falla í þann flokk.

Sviðssetning 2 – Venjuleg kvoldssýning, lengri en 60 mínútur og barnasýningar, lengri en 60 mínútur skal nema að lágmarki fernum mánaðarlaunum

Sviðssetning 3 – Styttri sýning, 70 mínútur eða skemmri og barnasýningar, 60 mínútur eða skemmri skal nema að lágmarki þrennum mánaðarlaunum

Upplýsingarnar eru úr stofnanasamningi FLÍ og Þjóðleikhússins, skv. kjarasamningi FLÍ og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og gilda tölurnar frá og með 1. apríl 2022

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...