Kynningarbæklingur um stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu
Út er komin kynningarbæklingur með samantekt á stöðu sjálfstæðra sviðslista í 13 Evrópuríkjum. Bæklingurinn er gefin út af Evrópusamtökum sjálfstæðra sviðslista (EAIPA). Meðlimir EAIPA hafa lagt fram sérþekkingu sína og rannsóknir í þessum bæklingi. Í opinberri umræðu er nauðsynlegt að sýna nýjustu staðreyndir og tölur.
Í samantektinni eru sterkar vísbendingar um ónógan fjárhagslegan stuðning og félagslegt misrétti sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk stendur frammi fyrir. Til að vinna gegn þessari stöðugu ógn sem steðjar að sjálfstæðu sviðslistafólki er mikilvægt að bæta í menningarstyrki sem ætlaðir eru sjálfstæðum sviðslistum. Þá er einnig ráðlegt að víkka út og bæta almannatryggingakerfið, tryggja sérhæfða meðferð fyrir sviðslistafólk og lágmarkslaun fyrir sjálfstæða listamenn í allri Evrópu. Lágmarkslaun fyrir sjálfstættt starfandi listamenn gætu unnið gegn tilhneigingunni til að ganga á eigin kjör. Það er ljóst að innleiðing lágmarkslauna fyrir sjálfstætt sviðslistafólk hefur í för með sér kröfu um aukið fjármagn til að viðhalda þeim fjölda verkefna sem fjármögnuð hafa verið hingað til.
Í stuttu máli má fullyrða að sjálfstætt starfandi listafólk, vegið með tilliti til tekna og vinnuálags, getur engan veginn talist til elítu skapandi greina. Í samanburði við atvinnulífið í heild og miðað við hátt menntunarstig eru tekjur þeirra mjög lágar og vinnuaðstæður óhagstæðar. Sjálfstæðir sviðslistamenn eiga líka litla von um auðuga framtíð eða fullnægjandi starfslok. Ennfremur sýna þessar rannsóknir að forsenda þess að tryggja fjölbreytileika og gæði greinarinnar til frambúðar er að tryggja lágmarkslaun, sérsniðnar lausnir almannatrygginga fyrir sviðslistafólk, aukningu á fjármagni og fjölbreyttu og viðbragðsbundnu styrkjakerfi sem endurspeglar þarfir sviðslistasamfélagsins.