Act alone 2021 frestað !!


Posted on júlí 29th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Act alone frestað

Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leiklistar- og listahátíð á Suðureyri. Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu viku, 5. – 8. ágúst og var það jafnframt okkar 18 ár, bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður. 

Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðarflóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða aflýsa hátíðum og viðburðum. Enda er það heilsan sem er ávallt í fyrsta sæti og nú þýðir ekki að vera með neina vitleysu. Eða einsog einhver sagði, þetta er ekki búið fyrir neinn fyrr en það er búið fyrir alla. Því er það eina í stöðunni að fresta Act alone 2021 um óákveðinn tíma. 

Eitt er þó alveg víst að Actið verður haldið, við vitum bara ekki alveg hvenær en vonandi á þessu ári. Nú verðum við öll að vera í sama liði og takast á við veiru skömmina. Njótum stundarinnar og sjáumst á Act Alone…..einhverntíman. 





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...