Aðalfundargerð, skýrsla stjórnar og ársreikningar SL 2020 – 2021


Posted on júní 25th, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Aðalfundargerð, skýrsla stjórnar og ársreikningar SL 2020 – 2021

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Aðalfundur SL 2021

Dags. 16. júní 2021

Fundarstjóri: Friðrik Friðriksson

Fundarritari: Eyrún Ævarsdóttir

Viðstödd: Lárus Vilhjálmsson, Árni Kristjánsson, Pálína Jónsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson, Orri Huginn Ágústsson, Friðrik Friðriksson, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant

Fundur hefst 17:10

Dagskrá fundarins:

1.       Setning fundar

2.       Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

3.       Reikningar félagsins fyrir rekstrarárið 2020

4.       Lagabreytingar

5.       Kosning stjórnar

6.       Ákvörðun félagsgjalds

7.       Önnur mál

1.       Formaður SL, Orri Huginn, setur fundinn og tilnefnir Friðrik Friðriksson fundarstjóra. Fundurinn samþykkir tillöguna einróma. Friðrik kynnir dagskrá og staðfestir að löglega hafi verið boðað til fundarins. Fundarstjóri tilnefnir Eyrúnu Ævarsdóttur sem ritara fundarins. Fundurinn samþykkir einróma.

2.       Formaður stjórnar SL, Orri Huginn Ágústsson, les skýrslu stjórnar.

Skýrsla stjórnar í viðhengi.

Umræður:
Hagsmunamál sjálfstæðra leikhópa sem hafa komið illa út úr Covid – Pálína kallar eftir áframhaldandi baráttu um að fá viðbrögð og stuðning við þessa hópa. Skoða að halda fundi við frambjóðendur til þingkosninga og reyna að ná inn í þá umræðu. Pálína ítrekar sára nauð þessara hópa og erfiðleika við að bíða, spyr hvort ekki þurfi að klára þetta mál fyrir kosningar, þar sem erfitt gæti reynst að ná eyrum nýrrar stjórnar. Orri, sem hefur unnið að þessum málum fyrir hönd SL, segir flest hafa verið nú þegar reynt og erfitt muni líklega reynast að ná eyrum yfirvalda núna.
Lárus bendir á það hvernig Covid hefur sýnt það hvernig óhagnaðardrifin menningarfélög eru berskjölduð gagnvart áföllum eins og þessum.
Fjöldi aðila innan félagsins hafa reynt að ná eyrum stjórnvalda, en staðið hefur á viðbrögðum og raunverulegum aðgerðum fyrir þessi félög.
Frikki bendir á nokkur þau úrræði sem hafa staðið listamönnum til boða, en undirstrikar þann skaða sem hópar hafa lent í vegna kostnaðar sem féll til og ekki nýttist til tekna á móti vegna faraldursins. Þetta mál hefur fengið umræðu innan hins opinbera, með embættismönnum, en hafi strandað á kjörnum fulltrúum að einhverju leiti. Hópurinn sem þarf á þessum stuðningi að halda er lítill og erfitt að eiga við þetta af því að þarfir og aðstæður hópanna eru svo ólíkar. Erfitt reynist að finna skýra og sanngjarna leið sem reynst gæti til að útdeila mögulegum stuðningi til þessarra hópa.
Bent er á hversu erfitt er að skilgreina íslensku sviðslistasenuna, hverjir teljast sem starfandi sviðslistafólk, skýra þarf innviði og stuðningskerfi utan um sjálfstætt starfandi sviðslistafólk. 

Orri kemur inn með punkt um að gott væri að fá þróunarstyrki inn í sviðslistasenuna – að hópar þurfi ekki að sækja um fyrir fullunnu verki, uppsetningarstyrki, í hvert sinn, til að senan og starfsumhverfi sviðslistafólks verði sterkara – framlengja fjárfestinguna í sviðslistum.

Komið aftur að opinberu bréfi – vinna í samráði við önnur fagfélög listafólks, BÍL, sem hafa komið illa út úr Covid til að birta opið bréf til stjórnvalda – Karl Ágúst: nú er komið að skuldadögum, kosningar nálgast og fólk í menningargeiranum situr enn eftir með sárt ennið. Nota þá staðreynd að á okkar raddir hafi ekki verið hlustað. Lárus: Hvers vegna í ósköpunum fengum við ekki að standa jafnvægis öðrum félögum í landinu þegar bjargráð bárust? Menningargeirinn var skilinn eftir.

3.       Friðrik Friðriksson fer yfir og skýrir ársreikninga félagsins fyrir rekstrarárið 2020 sem unnir eru af könnunarmanni reikninga, Sindra Þór Sigríðarsyni.

–          Umræður: Pálína spyr um kostnað sem fylgdi stefnumótunarvinnu. Stjórn samþykkti þennan kostnað á sínum tíma, en tók síðan ákvörðun um að taka þá vinnu í eigin hendur þegar kom í ljós hvernig sú vinna myndi dreifast.

Ársreikningur samþykktur einróma.

4.       Engar lagabreytingar eru lagðar fram fyrir þennan fund. Það verður aftur á móti boðað til framhalds-aðalfundar í haust þar sem farið verður yfir heildstæðar tillögur að endurskoðun á lögum SL sem eru í vinnslu nú í kjölfar stefnumótunarvinnu vetrarins. Nánar verður fjallað um þetta á aðalfundinum og boðað til farmhalds-aðalfundar formlega með tilhlýðilegum fyrirvara.

Umræður: Taka til skoðunar nafn félagsins, að taka inn orðið sviðslistir í nafnið.

5.       Kosning stjórnar. Orri Huginn Ágústsson og Eyrún Ævarsdóttir eru að ljúka 2ja ára tímabili nú og þau gefa bæði kost á sér til áframhaldandi starfa. Árni Kristjánsson og Kara Hergils hafa setið í 1 ár af skipunartíma sínum en biðjast bæði lausnar frá embættum sínum.

Davíð Freyr Þórunnarson og Hallveig Kristín Eiríksdóttir hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu.

Þau eru kosin til stjórnarsetu einróma.

6.       Ákvörðun félagsgjalds. Félagsgjald er nú 15.000kr.

·         Stjórn leggur til óbreytt félagsgjald.

7.       Önnur mál.

Stefnumótun. Friðrik fer yfir kynningu á þeirri stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið.

Við lok fundar er lagt til að fresta aðalfundi til að taka fyrir og kjósa um lagabreytingar, sem tengjast m.a. stefnumótun félagsins og nafnabreytingu á félaginu. Samþykkt einróma.
Boðað verður til auka-aðalfundar þegar stefnumótunarvinna er lengra komin eða lokið og ný lög félagsins mótuð að þeirri stefnu. 

Fleira er ekki til umræðu og slítur fundarstjóri því fundinum kl 19:15





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...