Aðalfundur Sjálfstæðu Leikhúsanna
Aðalfundur Bandalags Sjálfstæðra Leikhúsa (SL) verður haldinn í Tjarnarbíó, miðvikudaginn 16. júní kl. 17.00. Félagsgjöld vegna nýs starfsárs verða send út fyrir fundinn.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar bandalagsins
3. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar eru lagðar fram fyrir þennan fund. Það verður aftur á móti boðað til framhalds-aðalfundar í haust þar sem farið verður yfir heildstæðar tillögur að endurskoðun á lögum SL sem eru í vinnslu nú í kjölfar stefnumótunarvinnu vetrarins. Nánar verður fjallað um þetta á aðalfundinum og boðað til farmhalds-aðalfundar formlega með tilhlýðilegum fyrirvara.
4. Kosning stjórnar og formanns
Orri Huginn Ágústsson og Eyrún Ævarsdóttir eru að ljúka 2ja ára tímabili nú og þau gefa bæði kost á sér til áframhaldandi starfa.
Árni Kristjánsson og Kara Hergils hafa setið í 1 ár af skipunartíma sínum en biðjast bæði lausnar frá embættum sínum.
5. Ákvörðun félagsgjalds
Stjórn leggur til óbreytt félagsgjald.
6. Önnur mál