Aðalfundur Sjálfstæðu Leikhúsanna


Posted on júní 2nd, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Sjálfstæðu Leikhúsanna

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Aðalfundur Bandalags Sjálfstæðra Leikhúsa (SL) verður haldinn í Tjarnarbíó, miðvikudaginn 16. júní kl. 17.00. Félagsgjöld vegna nýs starfsárs verða send út fyrir fundinn.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar bandalagsins
3. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar eru lagðar fram fyrir þennan fund. Það verður aftur á móti boðað til framhalds-aðalfundar í haust þar sem farið verður yfir heildstæðar tillögur að endurskoðun á lögum SL sem eru í vinnslu nú í kjölfar stefnumótunarvinnu vetrarins. Nánar verður fjallað um þetta á aðalfundinum og boðað til farmhalds-aðalfundar formlega með tilhlýðilegum fyrirvara.
4. Kosning stjórnar og formanns
Orri Huginn Ágústsson og Eyrún Ævarsdóttir eru að ljúka 2ja ára tímabili nú og þau gefa bæði kost á sér til áframhaldandi starfa.
Árni Kristjánsson og Kara Hergils hafa setið í 1 ár af skipunartíma sínum en biðjast bæði lausnar frá embættum sínum.
5. Ákvörðun félagsgjalds
Stjórn leggur til óbreytt félagsgjald.
6. Önnur mál





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...