Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum


Posted on janúar 11th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2021-2022, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019).

Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einum af leiksviðum Þjóðleikhússins, sem hluti af dagskrá Kjallarans eða Loftsins, og/eða á leikferðum.

Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu, fjárhagsáætlun og upplýsingum um listræna aðstandendur. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum og/eða samtali um verkefnin.

SENDA UMSÓKN

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2020.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Umsóknagerð
Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að...