Requiem – einleikur/gjörningur


Posted on ágúst 26th, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Requiem – einleikur/gjörningur

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Hendi mynd 3

 

„Guðrún vaknar í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla með því að láta vita að hún sé á lífi.“
miðaverð 3000 kr
sýnt í Lífsgæðasetrinu st. jó, í Hafnarfirði, gengið inn frá Hringbraut.

Leikari og höfundur er Eyrún Ósk Jónsdóttir
Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen
Tónlist/leikhljóð samdi Ólafur Torfason

Sýningar laugardaginn 31. ágúst kl. 17:00 og 20:00
og sunnudaginn 1. sept kl. 18:00

Eyrún Ósk Jónsdóttir er útskrifaður leikari frá Rose Bruford College of speech and drama. Hún er rithöfundur og skáld og vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016. Eyrún á baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur sent frá sér fjórar skáldsögur, eina myndskreytta barnabók og fjórar ljóðabækur. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur skrifað kvikmyndahandrit, greinar, fyrirlestra og útvarpserindi. Hún hefur leikið bæði í leikhúsum og kvikmyndum.

Hildur Kristín Thorstensen útskrifaðist af listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðbæ árið 2014 og fór því næst til Huittinen í Finnlandi í sviðslistarnám við Länsi-Suomen opisto. Hún kláraði 7. stigið í klassískri tónlist og söng við Söngskólann í Reykjavík árið 2017 og fór síðan í leiklistarnám við Cours Florent í París.
Hildur Kristín stefnir á leiklistarnám í London í haust.
Árið 2017 gaf hún út fyrstu ljóðabókina sína „Hugljúfar minningar“ og stefnir á að gefa út barna og ungmenna bókina „Töfraloftbelgurinn“ núna í sumar. Requiem er annað leikverkið sem Hildur Kristín leikstýrir.

Comments are closed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ný stjórn SL 2020 – 2021

Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni),...

Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21

Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland),...

Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til...