Huldufugl


Posted on janúar 18th, by leikhopar1 in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Huldufugl

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
hf-social
Lista- og viðburðahópurinn Huldufugl var stofnaður af Nönnu Gunnars og Owen Hindley árið 2015. Hópurinn setur upp sýningar sem blanda saman ólíkum listformum en eru með misjafnar áherslur.
Fyrstu tvær sýningar Huldufugls, sýningarnar HEIMA og Aa áttu sér stað í London í mars og apríl 2016. HEIMA var með áherslu á tónlist og með íslenskt þema. Aa var með áherslu á leturgerð, ritlist, texta, ljóð og hönnun.
Sumarið 2016 setti hópurinn upp völundarhús á Granda sem kallaðist Askur Yggdrasils, og hafði að geyma fjöldann allan af listrænum innsetningum. Völundarhúsið var opnað á Menningarnótt en stóð opið í mánuð.
Sýningar hópsins eru gjarnan gagnvirkar og ber þar helst að nefna reglulegar sýningar á ljóðaviðburðinum Rauða skáldahúsinu sem hafa farið fram í IÐNÓ frá 2017, og margverðlaunuðu sýninguna Kassinn / A Box In The Desert sem fer fram í sýndarveruleika og er fyrir einn áhorfanda í einu. Sú sýning hefur ferðast víða og hvarvetna selst upp auk þess að hafa unnið til verðlauna í Stokkhólmi, Berlín og San Diego.
Hópurinn vinnur nú að nýrri sýningu sem byggir á sögum um huldufólk í samvinnu við breska loftfimleikahópinn Hikapee. Áætlað er að sú sýning verði tilbúin árið 2020.
Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Huldufugls og á vefsíðu hópsins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á info@huldufugl.is




Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur...

Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025

Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár....

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...