Kómedíuleikhúsið


Posted on janúar 16th, by leikhopar1 in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Kómedíuleikhúsið

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

grettir ásKómedíuleikhúsið

Elfar Logi Hannesson
komedia@komedia.is
www.komedia.is

Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997. Leikhúsið hefur sett á svið um 50 leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt. Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að einleikjum sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Fyrsti einleikurinn var Leikur án orða, 2001,  eftir Samuel Beckett en eftir það hafa allir einleikirnir komið úr smiðju leikhússins. Af þeim má nefna Muggur, 2002, Steinn Steinarr, 2003, verðlaunaleikinn Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Bjarni á Fönix, 2010, Jón Sigurðsson strákur að vestan, 2011, Fjalla-Eyvindur, 2013, Grettir, 2015, Gísli á Uppsölum, 2017, og Dimmalimm, 2019. Kómedíuleikhúsið er þó ekki svona einhæft og hefur einnig sett á svið nokkra tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikinn Þorpið, 2009, barnaleikritið Halla, 2014, og hápólitíska gamanleikinn Heilsugæslan, 2009, og músíksöguleikinn Sigvaldi Kaldalóns, 2018. Viðmesta uppfærsla leikhússins er án nokkurs vafa Síðasti dagur Sveins skotta, 2010, en þar voru sex leikarar á sviðinu. Að lokum er gaman að geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur starfað talsvert í bókaútgáfu og gefið út á þriðja tug verka.





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur...

Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025

Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár....

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...