Leikhúsið Skámáni
Stefán Baldursson
stefanbald@simnet.is
www.skamani.blog.is
Leikhúsið Skámáni var stofnað haustið 2005 af Stefáni Baldurssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni. Fyrsta verkefnið var einleikurinn Ég er mín eigin kona, sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í Iðnó leikárið 2005-2006. Fyrir leik sinn í verkinu hlaut Hilmir Snær Grímuna sem besti leikari ársins í aðalhlutverki en hann lék öll 35 hlutverk sýningarinnar. Næsta verkefni Skámána var leikritið Killer Joe, sem sýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin hlaut 8 Grímutilnefningar 2007, þar á meðal sem besta leiksýning ársins, fyrir bestu leikstjórn, bestu búninga, bestu tónlist og fjórir af fimm leikurum sýningarinnar hlutu tilnefningar sem bestu leikarar ársins: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir aðalhlutverk og Þröstur Leó Gunnarsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir aukahlutverk. Þröstur Leó hlaut svo Grímuna.