Miðnætti


Posted on janúar 10th, by leikhopar1 in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Miðnætti

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

67933494_2325636170845893_2549117533181444096_o

Miðnætti

Miðnætti er sviðslistahópur stofnaður af leikkonunni og leikstjóranum Agnesi Wild, tónlistarkonunni Sigrúnu Harðardóttur og leikmynda- og búningahönnuðnum Evu Björgu Harðardóttur, en með þeim starfar fjöldi framúrskarandi listamanna í ýmsum verkefnum hópsins. Verkefni hópsins eru fjölbreytt, en má þar nefna sjónvarpsefni fyrir börn, farandssýningar, sviðssetta tónleika og gamanverk fyrir fullorðna.

Verk Miðnættis hafa verið flutt víða um Ísland, á Grænlandi, í Póllandi, Eistlandi og Portúgal. Miðnætti hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal listamannalaun, styrk úr sjóði atvinnuleikhópa, Reykjavíkurborgar og Kulturkontakt Nord. Miðnætti var tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2017 fyrir verkið “Á eigin fótum” í flokkunum Barnasýning ársins og Dans- og sviðshreyfingar ársins, auk þess að vera tilnefnd til menningarverðlauna DV sama ári seinna.

Nánar: www.midnaetti.com





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...