Sirkus Íslands


Posted on janúar 6th, by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Sirkus Íslands

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

10389431_10152379932053727_5022573270366749101_n-2

 

Sirkus Íslands var stofnaður árið 2007 af tíu vinum sem vildu upphefja sirkusmenningu á Íslandi. Forsprakkinn er Lee Nelson, sem er trúður og götulistamaður sem ílentist á Íslandi og á nú fjölskyldu hér. Fyrsta sýningin var sett upp í Hafnafjarðarleikhúsinu og hét Stórasti sirkus Íslands. Næsta sýning var sett upp í Salnum í Kópavori og nefndist Sirkus Sóley árið 2010. Ö-faktor var sett upp í Tjarnarbíói 2012 og var sett upp eins og raunveruleikaþáttur þar sem keppt var í sirkuslistum.  Heima er best var sérstaklega sett saman fyrir sirkustjald á Volcano-sirkuslistahátíð Norræna hússins og eftir það var ekki aftur snúið: Sirkusinn varð að kaupa alvöru sirkustjald. Með hjálp þjóðarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund gekk það eftir og árið 2014 var fyrsta íslenska farandsirkussumarið. Í dag starfa um tuttugu manns hjá sirkusnum, ýmist í heilu eða hálfu starfi. Yfir sumartímann ferðast þrjátíu manns með sirkusnum. Þrír stofnmeðlimir nema núna sirkuslistir í Codarts-háskólanum í Rotterdam, en þar að auki styrkir sirkusinn meðlimi til námskeiða erlendis og fær kennara og gestalistamenn til Íslands. Sirkus Íslands æfir í Ármanni og leggur grunn að sirkusframtíðinni með því að starfrækja sirkusskóla fyrir börn. Auk þess að búa til sýningar fyrir börn og fjölskyldur sýnir sirkusinn fullorðinssirkussýningar sem kallast Skinnsemi, þar sem snúið er út úr hefðbundnum sirkus og honum blandað við kabarett, burlesque og fullorðinshúmor.

Hér má sjá myndband úr sýningunni Heima er best: https://vimeo.com/121854755
7a2113853a059d8655cd23be2a118f8e
Sirkusinn kemur fram á eftirfarandi stöðum sumarið 2015:
2. – 5. júlí: Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
9. – 12. júlí: Reykjavík
16. – 19. júlí: Húnavaka á Blönduósi
23. – 26. júlí: Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
30. júlí – 3. ágúst: Síldarævintýrið á Siglufirði
7. – 23. ágúst: Reykjavík

Netfang: sirkusislands@gmail.com

Tengiliður vegna fjölmiðla og miðasölu: Margrét Erla Maack, s. 6632548

Sirkusstjóri, Lee Nelson: mrsillee@hotmail.com sími 6600740

 

52e7622313255a6b4cc37e557e77b6c769e49adadb88e169cd2b77f75604c3f384c154922a5a9286e7164bc4f77ddcbd1899fd515788e3ec94b00506aff2067e f41fe9ac191335db98b7402cc8b03d14c93e9a3fb868191b5fe15b52318b20b5

20dc498fcb8eac5a35bdabd231522a64

Comments are closed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Kynningarbæklingur um stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu

Út er komin kynningarbæklingur með samantekt á stöðu sjálfstæðra sviðslista í 13 Evrópuríkjum. Bæklingurinn er gefin út af Evrópusamtökum sjálfstæðra sviðslista (EAIPA). ...

Staða sjálfstætt starfandi sviðslistafólks

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa-SL kallar eftir tafarlausum björgunaraðgerðum stjórnvalda. Staða sjálfstætt starfandi leikhúsa og sviðslistahópa hefur verið afar slæm frá upphafi faraldursins og nú þegar...