Leikhópurinn Svipir


Posted on janúar 3rd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Leikhópurinn Svipir sprettur uppúr leikhópnum Þíbilju sem starfaði talsvert á níunda áratug tuttugustu aldar. Þór Tulinius, leikari var einn af stofnendum beggja leikhópanna. 

Fyrsta sýning sem Svipir framleiddi fyrir leikhús var einleikurinn Blótgoðar sem Þór skrifaði og lék í í Landnámssetrinu 2011-12. Leikstjóri var Peter Engkvist. Beate Stormo gerði búninga og leikmynd.

Önnur sýningin var Endatafl eftir Samuel Beckett, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói 1. maí 2015. 

Persónur og leikendur:  Hamm:                         Þorsteinn Bachmann

                                           Clov:               Þór Tulinius

                                           Nagg:              Stefán Jónsson

                                           Nell:                Harpa Arnardóttir

Leikstjórn og hönnun leikmyndar:                    Kristín Jóhannesdóttir

Þýðing:                                                                  Árni Ibsen

Dramatúrg, endurskoðun þýðingar:                  Sigurður Pálsson

Hönnun búninga:                                                 Þórunn María Jónsdóttir

Hönnun lýsingar:                                                 Halldór Örn Óskarsson

Framleiðsla:                                                         Leikhópurinn Svipir

Svipir hlaut styrk frá Leiklistaráði og starfslaun úr Listasjóði til uppsetningarinnar í Tjarnarbíó. Endatafl var hluti af dagskrá Listahátíðar 2015.

Sýningin hlaut 8 tilnefnningar til Grímuverðlauna 2015 og vann til einna.

Þriðja sýning leikhópsins er í vinnslu, en hún heitir Sunnefa og segir sögu stúlku á öndverðri 18du öld sem var dæmd til drekkingar fyrir sifjaspell. Sýningin var frumsýnd á Egilsstöðum 19 september 2020 og verður frumsýnd í Tjarnarbíó veturinn 2020/21.  Leikkonur eru tvær, Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu og Móeiður Helgadóttir um teikningar. Um sviðshreyfingar sjá Aðalheiður Halldórsdóttir og Elín Signý Ragnarsdóttir en Aðalheiður er jafnframt aðstoðarleikstjóri. Beate Stormo annast búningahönnun og leikstjóri er Þór Tulinius. Höfundur í samvinnu við hópinn er Árni Friðriksson.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...