Leikhópurinn Lotta leitar að leikurum


Posted on January 18th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

leikhopurinn-lotta-tiny

 

Leikhópurinn Lotta leitar að tveimur leikurum, karli og konu, til að taka þátt í sýningu sumarsins.

Æfingar hefjast 1. apríl og frumsýnt verður þann 24. maí. Sýnt er á nánast hverjum degi út ágústmánuð en allir leikarar fá um það bil þriggja vikna sumarfrí á tímabilinu. Mikilvægt er að viðkomandi hafi menntun og/eða mikla reynslu af sviðslistum og sé vanur/vön að koma fram en sýningar Lottu eru sýndar fyrir yfir 20.000 manns ár hvert. Þá setjum við skilyrðu um sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna í hóp. Í sýningum hópsins er einnig mikið af lögum og því er gerð krafa um að leikarar geti sungið.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur á tímabilinu sett upp 10 stórar leiksýningar. Sýndar eru um 100 sýningar yfir sumarið á um 50 stöðum á landinu svo starfinu fylgir mikil keyrsla og ferðalög.

Umsókn og ferilskrá skal skilað með tölvupósti á netfangið leikhopurinnlotta@gmail.com ekki seinna en 20. janúar. Mögulega verða einhverjir kallaðir í viðtal og/eða prufur. Allir fá skriflegt svar, bæði við móttöku umsóknar og síðar um niðurstöðu hennar.

Frekari upplýsingar veitir Anna Bergljót Thorarensen í síma 698-1293 og með tölvupósti á leikhopurinnlotta@gmail.com.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...