Leikhópurinn Lotta leitar að leikurum


Posted on January 18th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

leikhopurinn-lotta-tiny

 

Leikhópurinn Lotta leitar að tveimur leikurum, karli og konu, til að taka þátt í sýningu sumarsins.

Æfingar hefjast 1. apríl og frumsýnt verður þann 24. maí. Sýnt er á nánast hverjum degi út ágústmánuð en allir leikarar fá um það bil þriggja vikna sumarfrí á tímabilinu. Mikilvægt er að viðkomandi hafi menntun og/eða mikla reynslu af sviðslistum og sé vanur/vön að koma fram en sýningar Lottu eru sýndar fyrir yfir 20.000 manns ár hvert. Þá setjum við skilyrðu um sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna í hóp. Í sýningum hópsins er einnig mikið af lögum og því er gerð krafa um að leikarar geti sungið.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur á tímabilinu sett upp 10 stórar leiksýningar. Sýndar eru um 100 sýningar yfir sumarið á um 50 stöðum á landinu svo starfinu fylgir mikil keyrsla og ferðalög.

Umsókn og ferilskrá skal skilað með tölvupósti á netfangið leikhopurinnlotta@gmail.com ekki seinna en 20. janúar. Mögulega verða einhverjir kallaðir í viðtal og/eða prufur. Allir fá skriflegt svar, bæði við móttöku umsóknar og síðar um niðurstöðu hennar.

Frekari upplýsingar veitir Anna Bergljót Thorarensen í síma 698-1293 og með tölvupósti á leikhopurinnlotta@gmail.com.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...