Viðmiðunartölur frá FÍL 2016


Posted on september 8th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

shutterstock_95698447

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2016

Viðmiðunartölur frá FÍL í PDF skjali

 

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umgangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau eru 351.400 á mán. í verktakagreiðslu.

Við útreikning á verktakaálagi þá er það +35%

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun.

Varðandi vinnu annara en listamanna er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  T.d. kostar smiður að lágmarki 7000.- kr. á tímann en EKKI 1500.- kr.

 

Leikarar, söngvarar og listdansarar

 

Fyrir vinnu framlag þessara listamanna skal miða við að lágmarki listamannalaun.  Byrjunarlaun leikara á mánuði við atvinnuleikhúsin

( Meðaltal byrjunarlauna hjá MAK, LR og Þjóðleikhúss) frá og með 1. júní 2016 eru 406.688 (549.029 )  Launatala verktaka innan sviga.

Til viðbótar mánaðarkaupi er greitt fyrir hverja sýningu kr. 5.000 ( 6.750) eða kr. 7.200 (9.720)  – Hærra hjá Þjóðleikhúsinu.

Ef miðað er við launatölu 1. júní 2016 eru ein mánaðarlaun í leikhúsinu sambærileg við 1,56 mán listamannalaun.

Ætti það að vera útgangspunktur þar sem það eru laun sem hið opinbera og samningsaðili leikara hafa komið sér saman um í kjarasamningi að séu lágmarkslaun fyrir leikara.

Hægt er að finna út hlutfall af heildarlaunum ef æfingatímabil er styttra en 2 mánuðir (8 vikur.)

Sýningarlaun pr. sýn. er að lágmarki kr. 32.000 ( tala frá 2014)  fyrir sýningu í fullri lengd.

*Mánaðarlaun leikara eru miðuð við samninga við Leikfélag Reykjavíkur og Menningarfélagið Hof á Akureyri ( LA).  Þeir samningar eru lausir nú í haust svo einhverra hækkana er að vænta.  Laun í Þjóðleikhúsi eru skv samkomulagi FÍL og Þjóðleikhússins sem byggt er ofaná úrskurð gerðardóms.

 

Leikskáld:

Fyrir frumflutning leikrits (leikverks) í fullri lengd greiðast 2.343.191.- í launþegalaun / 3.163.307.- í verktakalaun. (ef um fyrsta verk höfundar þá: 2.161.358.-/ 2.917.833.-) Einnig er hægt að miða við 8-12 mánaða listamannalaun

Fyrir afnotarétt þýðinga:
Venjulegt heilskvölds leikrit kr. 300.000.
Leikrit sem krefst meiri vinnu af þýðanda vegna málfars stíls eða lengdar kr. 450.000.-
Leikrit í bundnu máli kr. 600.000.-

Leikhúsið skal í öllum tilfellum greiða full höfundarlaun fyrir leikgerðir. Það telst vera leikgerð ef annarri tegund bókmenntaverka er breytt í leikrit. Höfundagreiðsla skiptist milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundar samkvæmt hlutfalli sem samið er um sérstaklega. Hafi réttur frumhöfundar fallið úr gildi, rennur hlutfall hans af höfundarlaununum til Leikskáldafélags Íslands. Höfundur leikgerðar skal þó aldrei fá minna en sem nemur 50% af lágmarkshöfundagreiðslu.

 

Uppsetningaréttur  á erlendum verkum er c.a. 250.000 – 500.000 kr.

ATH. Uppsetningarréttur á þekktum söngleikjum getur numið allt frá 700.000 – 1.000000.

 

Leikstjóri:

Lágmarkslaun leikstjóra á mánuði eru 550.000 verktakalaun (412.950.-  launþegalaun). Miðað er við lægsta launaþrep leikstjóra við Þjóðleikhúsið. Eðlilegt er að miða við 4 mánaða lágmarksráðningartíma miðað við hefðbundið æfingaferli en tímalengd ræðst af eðli og umfangi verkefnis. FLÍ leggur áherslu á að ekki sé gefin afsláttur af tímalengd eða launatölu í fjárhagsáætlunum. Ef miðað er við listamanna laun skal fjöldi mánaða sem sótt er um taka mið af þessum tölum og umfangi uppsetningar.

 

Búið er að gera nýjan kjarasamning við Þjóðleikhúsið og er hægt að nálgast hann á www.leikstjorar.is

 

 

Leikmynd og búningahönnuðir

Lágmarkslaun: 2.235.649.- launþegalaun / 3.018.126 í verktakalaun eða 8,59 mánuðir í listamannalaun að lágmarki

Ef tveir aðilar eru ráðnir þ.e. leikmyndahöf. og búningahöf. Eru launin fyrir hvorn aðila launþega 1.719.730/ 2.321.636 fyrir verktaka eða 6,6  mánuðir í listamannalaun á hvorn höfund.

Tölurnar eru úr samningi FÍL og Þjóðleikhússins.

 

 

Ljósahönnuðir

Hægt er að miða við laun búningahönnuða eða 3-4 mánuði í listamannalaun.

 

 

Dansarar og Danshöfundar

Dansverk

Launaupphæð dansara er sú sama og sett er upp fyrir leikara

Launaupphæð danshöfunda er sú sama og sett er fram fyrir leikstjóra

 

Danshöfundar – tímalengt verka og tilheyrandi fjöldi mánaðalauna:

Verk 20 – 40 mín.     =               4 mánuðir

Verk 40 – 60 mín.     =          5 mánuðir

Verk 60 – 80 mín.     =          6 mánuðir

(ein vika á gólfi þýðir ein vika í undirbúningi).

 

Dansarar – tímalengt verka og tilheyrandi fjöldi mánaðalauna:

Verk 20 – 40 mín.     =               2 mánuðir

Verk 40 – 60 mín.     =          3 mánuðir

Verk 60 – 80 mín.     =          4 mánuðir

Útskýringar vegna tengingar milli mánaða og tímalengdar dansverka:

–       Frumsamin verk taka lengri tím í æfingu en verk sem unnin eru eftir handriti sem samið hefur verið áður en æfingaferli hefst.

–       Dansverk eru öll frumsamin auk þess sem þau eru samin í samneyti höfundar við dansara. Það er hefðbundið vinnulag í listdansinum í dag og þá skiptir engu hvort verkið sé kallað “Deviced Verk” eða ekki. Verkin eru öll “deviced” í eðli sínu.

–       Gera þarf því ráð fyrir tilraunatíma sem ekki lendir í verkinu þar sem danshöfundur annarsvegar undirbýr verkefnið í samvinnu við listrænt teymi verkefnisins (s.br. tími leikstjóra). Hinsvegar þar að gera ráð fyrir tíma þar sem sköpun efniviðsin fer fram í samneyti danshöfudnar með dönsurum sínum (s.br. tími leikskálds en hér er handritið búið til). Í ofanálag þarf að æfa verkið og gera það tilbúið til sýningar (s.br. tíi leikstjóra og leikara – hefðbundinn æfingatími verks).

–       Stofntími í vinnu frumsamins dansverks er ávalt svipaður og því fer heildar vinnutími aldrei undir 2 mánuði hjá dönsurum og 4 mánuði hjá danshöfundum.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ný stjórn SL 2020 – 2021

Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni),...

Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21

Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland),...

Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til...