RDF og LÓKAL auglýsa eftir “site-specific” verkum !


Posted on March 23rd, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Screen Shot 2016-03-23 at 10.28.30RDF og LÓKAL auglýsa eftir “site-specific” verkum !

LÓKAL OG RDF slá saman í annað sinn í allsherjar sviðslistahátíð næstkomandi ágúst undir  yfirskriftinni Everybody ́s Spectacular.

Áhersla hátíðarinnar snýr að þróun sviðslistanna og myndun tengsla við nýja áhorfendur. Hátíðin hyggst setja borgina og íbúa hennar í öndvegi og fjalla um þær áskoranir sem glímt er við í þéttbýlinu á 21. öld. Með verkefninu verður tekist á við brýn pólitísk og þjóðfélagsleg málefni og leitað spennandi leiða til þess að ný og metnaðarfull verkefni verði til í samskiptum sviðslistafólks og almennings. Unnið verður út frá aðstæðum hverju sinni og sviðsett rými skapað fyrir gagnrýna umræðu – með aðferðir sviðslistanna að leiðarljósi.

SKÓLAVÖRÐUHOLT

Sumarið 2016 hefjum við leika í gamla austurbænum í Reykjavík. Austurbæjarskóli,
Hallgrímskirkja, Barónsstígur, Njálsgata og Grettisgata (Drekasvæðið) verður þá sérstakur vettvangur hátíðarinanr. Laugardaginn 27. ágúst verður haldin hverfishátíð þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að fylgjast með og taka þátt í spennandi verkefnum tengdum leiklist og dansi. Verkin verða unnin út frá og inn í aðstæður í Skólavörðuholtinu (sjá að ofan).

3 ný site-specific verkefni (leiklist/dans) munu verða til í tengslum við hátíðahöldin 2016.

Af því tilefni leitum við eftir hugmyndum að sviðslistaverkum sem:

  • tengjast Skólavörðuholtinu, íbúum þess og atvinnustarfsemi.
  • ­ reyna á þanþol sviðslistanna
  • samin eru fyrir óhefðbundin rými (geta verið innan húsnæðis eða utan) ­
  • henta til flutnings hvernig sem viðrar laugardaginn 27. ágúst 2016

Áhugasamir vinsamlegast sendið inn hugmynd á einni A4 blaðsíðu og sendið á netföngin l okal@lokal.is og info@reykjavikdancefestival.is. Ferilskrá og/eða upplýsingar um þá er að hugmyndinni standa skulu fylgja (1 A4 bls. að hámarki). Frestur til að skila inn hugmyndum er m ánudaginn 11. apríl kl. 23:59. Valdar verða sex hugmyndir til frekari athugunar og loks þrjár sem verða munu að veruleika. Lokasvör við innsendum hugmyndum munu berast eigi síðar en föstudaginn 22. apríl 2016.

Allar nánari upplýsingar veita Ragnheiður Skúladóttir (ragnheidur@lokal.is) og Ásgerður Gunnarsdóttir (asgerdur@reykjavikdancefestival.is) .

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði Mennta – og menningarmálaráðuneytisins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...