BLINK


Posted on September 14th, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Leikhópurinn BLINK

Leikhópurinn BLINK er barn Maríu Dalberg, leikkonu, og var stofnaður vorið 2014. Markmið leikhópsins er að kynna til leiks nýja leikritun, erlenda sem innlenda og fjalla um nútímannn, í sinni víðustu mynd. Áhugasvið hópsins er á brakandi fersku efni um samfélag manna með skírskotanir í bókmenntir, myndlist, tónlist og vísindi. Allt með það fyrir augu að skemmta jafnt sem fræða.

Sími látins manns plakat

Sími Látins Manns

Umfjöllunarefni verksins er friðþjófurinn farsíminn og áhrif tækninnar á líf nútímanannsins. Verkið varpar á gamansaman hátt fram djúpum siðferðislegum spurningum um mannlega nánd, líf og dauða og ólöglega líffærasölu. Á kaffihúsi situr ung kona, Nína. Á næsta borði situr látinn maður, Hjörtur, en farsími hans hringir án afláts. Unga konan svarar í síma látna mannsins, sem hrindir af stað atburðarrás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Í gegnum símann kemst Nína í kynni við stórundarlega fjölskyldu hins látna og það sem öllu hættulegra reynist, samstarfsaðila hans – sem kaupa og selja líffæri á svörtum markaði og nærast þannig á neyð annara. Íslenska leikgerðin færir söguna rækilega inn í okkar nærumhverfi og verður raunverulegur spegill okkar á nútíma og hinn síbreytilega heim í kringum okkur. Hvað vitum við hvað hérlendir bissnissmenn eru að braska í útlöndum, hverjir eru það sem græða á brallinu og hverjir munu þjást á kostnað þeirra?

www.similatinsmanns.com

www.facebook.com/blinkleikhopur

E-mailð okkar er: blinkleikhopur@gmail.com og mariadalberg@gmail.com

Símanúmer: 822 4933

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku...

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís 11. sept 2017

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir.  Tekið upp í Tjarnarbíói 11. september.  Ragnhildur Zoega sérfræðingur frá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL...

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Hér er hægt er að sækja skjal með uppreiknuðum launa- og verkgreiðslum.  Allar launatölur hafa verið...