BLINK


Posted on September 14th, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Leikhópurinn BLINK

Leikhópurinn BLINK er barn Maríu Dalberg, leikkonu, og var stofnaður vorið 2014. Markmið leikhópsins er að kynna til leiks nýja leikritun, erlenda sem innlenda og fjalla um nútímannn, í sinni víðustu mynd. Áhugasvið hópsins er á brakandi fersku efni um samfélag manna með skírskotanir í bókmenntir, myndlist, tónlist og vísindi. Allt með það fyrir augu að skemmta jafnt sem fræða.

Sími látins manns plakat

Sími Látins Manns

Umfjöllunarefni verksins er friðþjófurinn farsíminn og áhrif tækninnar á líf nútímanannsins. Verkið varpar á gamansaman hátt fram djúpum siðferðislegum spurningum um mannlega nánd, líf og dauða og ólöglega líffærasölu. Á kaffihúsi situr ung kona, Nína. Á næsta borði situr látinn maður, Hjörtur, en farsími hans hringir án afláts. Unga konan svarar í síma látna mannsins, sem hrindir af stað atburðarrás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Í gegnum símann kemst Nína í kynni við stórundarlega fjölskyldu hins látna og það sem öllu hættulegra reynist, samstarfsaðila hans – sem kaupa og selja líffæri á svörtum markaði og nærast þannig á neyð annara. Íslenska leikgerðin færir söguna rækilega inn í okkar nærumhverfi og verður raunverulegur spegill okkar á nútíma og hinn síbreytilega heim í kringum okkur. Hvað vitum við hvað hérlendir bissnissmenn eru að braska í útlöndum, hverjir eru það sem græða á brallinu og hverjir munu þjást á kostnað þeirra?

www.similatinsmanns.com

www.facebook.com/blinkleikhopur

E-mailð okkar er: blinkleikhopur@gmail.com og mariadalberg@gmail.com

Símanúmer: 822 4933

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...