VaVaVoom


Posted on May 22nd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

VaVaVoom-photo_by_SagaSig

VaVaVoom er myndrænt leikhús með bækistöðvar í Reykjavík og London. Leikhópurinn var stofnaður árið 2011 af Söru Martí (leikstjóri, leikari og söngkona) og Sigríði Sunnu Reynisdóttur (brúðuleikari, sviðshöfundur og hönnuður), en þær kynntust við nám í Royal Central School of Speech and Drama í London.

Meðal verkefna VaVaVoom eru brúðuleiksýningin Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin árið 2011 og Nýjustu fréttir, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu haustið 2012 og var flutt í Summerhall Theatre á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2013. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk tvær Grímutilnefningar; Sproti ársins 2013 (VaVaVoom) og Tónlist ársins 2013 (Sóley Stefánsdóttir). Nýjasta sýning hópsins er tónleikhúsverkið WIDE SLUMBER sem var unnið í samstarfi við tónlistarhópinn Bedroom Community og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2014 í Tjarnarbíói.

Nánari upplýsingar: www.vavavoomtheatre.com

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku...

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís 11. sept 2017

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir.  Tekið upp í Tjarnarbíói 11. september.  Ragnhildur Zoega sérfræðingur frá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL...

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Hér er hægt er að sækja skjal með uppreiknuðum launa- og verkgreiðslum.  Allar launatölur hafa verið...