VaVaVoom


Posted on May 22nd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

VaVaVoom-photo_by_SagaSig

VaVaVoom er myndrænt leikhús með bækistöðvar í Reykjavík og London. Leikhópurinn var stofnaður árið 2011 af Söru Martí (leikstjóri, leikari og söngkona) og Sigríði Sunnu Reynisdóttur (brúðuleikari, sviðshöfundur og hönnuður), en þær kynntust við nám í Royal Central School of Speech and Drama í London.

Meðal verkefna VaVaVoom eru brúðuleiksýningin Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin árið 2011 og Nýjustu fréttir, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu haustið 2012 og var flutt í Summerhall Theatre á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2013. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk tvær Grímutilnefningar; Sproti ársins 2013 (VaVaVoom) og Tónlist ársins 2013 (Sóley Stefánsdóttir). Nýjasta sýning hópsins er tónleikhúsverkið WIDE SLUMBER sem var unnið í samstarfi við tónlistarhópinn Bedroom Community og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2014 í Tjarnarbíói.

Nánari upplýsingar: www.vavavoomtheatre.com

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...