VaVaVoom


Posted on May 22nd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

VaVaVoom-photo_by_SagaSig

VaVaVoom er myndrænt leikhús með bækistöðvar í Reykjavík og London. Leikhópurinn var stofnaður árið 2011 af Söru Martí (leikstjóri, leikari og söngkona) og Sigríði Sunnu Reynisdóttur (brúðuleikari, sviðshöfundur og hönnuður), en þær kynntust við nám í Royal Central School of Speech and Drama í London.

Meðal verkefna VaVaVoom eru brúðuleiksýningin Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin árið 2011 og Nýjustu fréttir, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu haustið 2012 og var flutt í Summerhall Theatre á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2013. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk tvær Grímutilnefningar; Sproti ársins 2013 (VaVaVoom) og Tónlist ársins 2013 (Sóley Stefánsdóttir). Nýjasta sýning hópsins er tónleikhúsverkið WIDE SLUMBER sem var unnið í samstarfi við tónlistarhópinn Bedroom Community og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2014 í Tjarnarbíói.

Nánari upplýsingar: www.vavavoomtheatre.com

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...