Hugvarpið


Posted on May 22nd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×
VEFJPEG
Hugvarpið / Mind- Production
Við erum Þóra Rós Guðbjarstdóttir, Leifur Eiríksson og Nicholas Fishleigh
Tengiliður: Þóra Rós Guðbjartsdóttir s: 696-3676. thoraros18@gmail.com
 www.facebook.com/ vatnidperformance
 http://www.thoraros.com/intro-1/
https://www.youtube.com/watch?v=HUs3fHP6bJA
Hugvarpið eða Mind-production er sviðslistarhópur sem var stofnaður árið 2014 af Þóru Rós Guðbjartsdóttur, Leifi Eirikssyni og Nicholas Fishleigh. Þau sem einstaklingar vinna sem sjálfstætt starfandi listamenn og eru meðlimar í FÍLD (félag íslenskra listdansara). Saman skapa þau listir undir nafninu Hugvarpið.
Markmið þeirra er að búa til nútíma sviðsverk þar sem blandað er saman dans, tónlist, hreyfimyndaskjávörpun og ljóðlist. Þau sækjast eftir að þróa sýna eigin tækni til að brúa bil hreyfimynda og dans og þar með að skapanýstárlega tegund af leikhúsupplifun, eða heildræna upplifun fyrir öll skilvit. Þau vonast til að geta tekið þátt í að þróa listaumhverfi Íslands með því að taka áhættir og skapa verk sem er óhefðbundið en byggt á traustum stoðum núverandi listforma og í leiðinni búa til starfsvenjur sem gera þeim betur kleift að takast á við önnur viðfangsefni seinna með sömu aðferð.

Sýningin þeirra VATNIÐ sem var sýnt í Tjarnarbíói í mars 2015. Notar hinar ýmsar birtingamyndir vatns og sem innblástur fyrir dans, tónlist, vídeólist og ljóðlist. Sjónarspil sem dregur áhorfandann inní heim vatnsins og leyfir honum að enduruppgötva sína tenginu við vatnið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...