Sómi Þjóðar


Posted on March 28th, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Sómi Þjóðar

Tryggvi Gunnarsson
(+354) 896-0483
tryggvi.gunnarsson@gmail.com

SAGAN

Sómi þjóðar var stofnaður í kjallara Iðuhússins við Lækjargötu árið 2011.
Hafist var handa að æfa Gálmu eftir Tryggva Gunnarsson, mitt á milli
rykugra borða og tómra stóla, en rýmið hafði hýst illa ígrundaðan
veitingastað áður en Sómi þjóðar hreiðraði þar um sig.

Rýmið var ávallt tímabundið og að lokum flutti hópurinn sig um set
yfir í Norðurpólinn þar sem Gálma var frumsýnd 2011. Verkið hlaut
góðar viðtökur og var tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár.

Næsta verkefni Sóma þjóðar var Ég er vindurinn eftir Jon Fosse. 
Frumsýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum 2012.

Í Tjarnarbíói 5. desember 2014 var svo verkið MP5 frumsýnt en það var
skrifað, leikstýrt og leikið af Tryggva Gunnarssyni og Hilmi Jenssyni.

VINNUAÐFERÐIR

Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir,
ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt
eignarhald allra þáttakenda verkefna, og deilda listræna ábyrgð.
Öllum aðstandendum er frjálst að taka þátt í öllu stigum og sviðum
listsköpunarinnar og sækja innblástur og aðstoð að sama skapi á
þverfaglegum grundvelli.

FRAMTÍÐARSÝN

Hún er einföld: að gera gott leikhús eftir eigin höfði. Það felur í sér
að þróa frekar vinnuaðferðir okkar, stuðla að framþróun listformsins
og skapa opnari og frjálsari skoðanaskipti milli listamanna innan
sviðslistanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...