10 fingur


Posted on March 28th, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

c26ba8_b36a402188084341b2bd7aac1c318647.jpg_srb_p_1003_669_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srb

10 fingur

Leikhúsið 10 fingur er atvinnuleikhús með aðsetur á Íslandi en ferðast einnig með sýningar sínar víða um heiminn. Sýningar leikhússins eru á mörkum leikhúss og myndlistar,  þar sem sviðsetningin og rýmið opna smám saman  upplifun áhorfendans.Við viljum skapa rými þar sem áhorfandinn verður forvitinn og fer að spyrja sig spurninga um það hvernig hann upplifir sjálfan sig og heiminn í kringum sig.

Í vinnu sinni gerir 10 fingur tilraunir og brýtur upp sviðslistaformið. Við erum alltaf forvitin hvernig listræn sýn og fagurfræði leikhússins endurspeglast í verkum okkar og upplifun áhorfenda. Þessi vinna er unnin í samvinnu með öðrum sviðslistamönnum, leikhúsum og rannsakendum, sem og í þverfaglegu samstarfi við listasöfn, bókasöfn og menntastofnanir.

Leikhúsið 10 fingur hefur aðallega beint sjónum sínum að ungum áhorfendum. Þau eru ómótaður áhorfendahópur sem er opinn og tilbúinn til að spyrja spurninga og rannsaka hið óþekkta og óhlutbundna.

Leikhúsið hefur einnig lagt áherslu á að gera sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman.

10 fingur

Njörvasund 14 – 104 Reykjavík

Heimasíða:  www.tiufingur.is

Email:  helga@tiufingur.is  Tel_  +3548953020

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...

SAMSTARFSVERKEFNI Í BORGARLEIKHÚSINU

SAMSTARFSVERKEFNI Í BORGARLEIKHÚSINU

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

Samkvæmt...

Samstarfsverkefni í Tjarnarbíó 2018 / 2019
Samstarfsverkefni í Tjarnarbíó  2018/19

Á hverju leikári veitir Tjarnarbíó leikhópum fría æfingaaðstöðu og hagstæða leigu fyrir sýningar. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is undir  Starfið...