ÍSLENSKT ÁVARP Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI LEIKLISTARINNAR


Posted on mars 27th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

ÍSLENSKT ÁVARP Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI LEIKLISTARINNAR

eftir Halldóru Geirharðsdóttur

26. mar 2015

Leiksýning er ferðalag ykkar kæru áhorfendur.

VIðbrögð ykkar eru líf ykkar, ef þið eruð snortin þá er það af því þið hafið komist í samband við ykkar eigin líf.

Hlutverk okkar sem stöndum á sviðinu er að fara eins nálægt sjálfum okkur og kostur er, svo þið eigið möguleika að komast nær ykkur. Spegilfrumur eða-hermifrumur áhorfandanna geta komist jafn langt og dýpt sýningarinnar.

Leikhúslistafólk rannsakar á löngu æfingar og sköpunarferli manneskjur, samfélag og sögur og áhorfendur fá tækifæri til að upplifa rannsóknina og ferðalagið á einni kvöldstund.

Rússneskur leikstjóri kenndi mér að enginn kemur í leikhús til að horfa á hversdagslegu mig, ég hef ekki leyfi til að standa á sviði sem hvundagslega ég. Á sviðinu er ég farvegur fyrir ÆÐRI mig. Og ÆÐRI ég erum VIÐ, samvitund. Á sviðinu komum við sameiginlegri vitneskju um lífið og tilveruna í farveg, drögum hana uppá yfirborðið, framköllum það sem við vitum, en vissum oft ekki að við vissum. Hvernig sagan hljómar skiptir ekki öllu, það sem skiptir máli er hvað vaknar? Og við þurfum öll að spyrja okkur vil ég vakna?

Kæru áhorfendur, sögurnar ykkar eru ólíkar.

Megi leikhúsið fara svo nálægt sér í kvöld að þið komist nálægt sjálfum ykkur og ykkar innri töfrum.

Kær – leikur, kærleikur

Um Halldóru Geirharðsdóttur

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið í fjöldamörg ár. Hún hefur leikið fjölda eftirminnilegra hlutverka á ferli sínum m.a. í Draumleik, Lé konungi, Sölku Völku, Feðrum og sonum, Dauðasyndunum, Fólkinu í blokkinni, Jesú litla, Dúfunum auk þess að hafa leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttum. Hún leikstýrði leikritinu Jóni og Hólmfríði árið 2002 og Beint í æð árið 2014. Halldóra hlaut viðurkenningu Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1997 auk þess sem hún hlaut Grímuverðlaunin og DV-verðlaunin ásamt meðhöfundum sínum fyrir leiksýninguna Jesú litla.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...