Blái hnötturinn í Tjarnarbíó og Samkomuhúsinu


Posted on September 4th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Sýningar á „Bláa hnettinum” eftir skáldsögu Andra Snæ Magnasonar í Reykiavík og Akureyri

 

Daganna 18 og 19 september í Tjarnarbíó í Reykiavík, og 21 september í Sakomuhúsinu á Akureyri mun borgarleikhús Teatr Miniatura frá Gdansk í Póllandi vera með sýningar á ”Bláa hnettinum” í leikstjórn Erlings Jóhannessonar. Þetta er pólsk frumuppfærsla á leikriti Andra Snæs Magnasonar eftir margverðlaunaðri bók „Sagan af bláa hnettinum” sem þýdd hefur verið á yfir 30 tungumál. Bókin segir frá hnetti þar sem einungis börn búa og einn góðan veðurdag birtist þar fullorðinn maður, geimryksugufarandsölumaður Gleði-Glaumur Geimmundsson – og þannig hefst töfrandi, fallegt, en líka margslungið ævintýri.

 

„Sagan af bláa hnettinum” er partur af mikillri umræðu um náttúruvernd og náttúruauðlindavernd sem á sér stað á ĺslandi. Afhjúpar m.a. hvernig  stjórnmálamenn nota falska mælsku til að blekkja kjósendur og hvaða afleiðingar það getur það haft. En þrátt fyrir það að bókin hafði verið skirfuð í ákveðnum aðstæðum hefur málið miklu meiri umfang og spyr spurninga um  ábyrgð okkar gagnvart jörðinni – segir leikstjórinn Erling Jóhannesson.

 

Sýningin var unnin af alþjóðlegu listamannateymi. Erling Jóhannesson er íslenskur leikari og leikstjóri, einn af stofnendum og forstöðumönnum (á árunum 1994-2009) sjálfstæða leikhússins, Hafnafjarðarleikhúss, sem  að mestu leyti hefur sýnt ný íslensk leiktit skrifuð sérstaklega fyrir leikhúsið. Leikmyndin var hönnuð af Iza Toroniewicz, sem hefur hannað búninga og leikmynd við meira en hundrað sýningar, bæði í hefðbundnu leikhúsi sem og í brúðuleikhúsi. Tónlistin var samin af hinni vinsælu íslensku hljómsveit, múm. ĺ sýningunni leika leikarar borgarleikhúns Teatr Miniatura.

 

Sýningar eru hluti af „Blue Planet” verkefininu, sem er fjármagnað úr EES sjóði veittum af ĺslandi,  Noregi og Lichtenstein ásamt innlendu fjármagni. Sýningarnar eru á pólsku.

 

 

Tjarnarbíó, Reykjavík

18 september 2014, kl. 18.00

19 september 2014, kl. 11.00

19 september 2014, kl. 18.00

 

Samkomuhúsið, Akureyri

21 september 2014, kl. 14.00 og 18.00

 

Miðapantanir:

Tjarnarbíó Reykjavík: midasala@tjarnarbio.is Sími: 527 2100

Samkomuhúsið Akureyri: midasala@leikfelag.is Sími: 460 0200

 

Stikla úr sýngunni:

https://www.youtube.com/watch?v=rXjSkHxZwTU

Myndir úr sýngunni:

http://www.teatrminiatura.pl/en/repertuar/detail/311/blekitna-planeta/

 

Internetsíða „Blue Planet” verkefnisins:

www.teatrminiatura.pl/blueplanet

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi...

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...