Ég ♥ Reykjavík


Posted on August 26th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

♥Leiðsögn um Reykjavík fyrir börn frá 7 ára aldri og fullorðna í leit að nýjum göngutúr

♥Frumsýnd 28. ágúst á Lókal

♥Fyrsta fjölskyldusýningin í sögu hátíðarinnar

♥Aude Busson umbreytir Reykjavíkurborg í leiksvið og sýnir áhorfendur hennar uppáhalds leynileiðir.

♥Sannkölluð ævintýraferð

♥Útivistarlist handa krökkum og fullorðnum

Ég elska Reykjavík verður frumsýnt á Lókal þann 28 ágúst og  var sýnt í sérstakri forsýningu á Menningarnótt. Í sýningunni fylgjum við Aude Busson, leiðsögumanninum sem þekkir allt og alla, og förum með henni í ferðalag um hvern krók og kima, allar götur og garða, litlu húsin og leyndarmálin sem þau geyma.

Ég elska Reykjavík er fyrsta fjölskyldusýningin í sögu Lókal, en í henni býðst áhorfendum tækifæri til að uppgötva borgina upp á nýtt í óhefðbundinni gönguferð með ýmsum uppákomum. (ATH. Fullorðnir verða að koma í fylgd barna og passa að klæða sig eftir veðri!)

Sýningar verða á Lókal frá 28. til 31. ágúst, frekari upplýsingar og miðasala er á lokal.is.

Aðstandendur

Aude Busson flutti til Íslands fyrir tíu árum síðan frá Frakklandi. Hún útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur síðan þá unnið meðal annars meðMindgroup, Við og Við, Le Joli Collectif, setið í stjórn ASSITEJ (samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur). Verk hennar eru oft opin og bjóða upp á virka þátttöku, auk þess sem hún hefur boðið upp á leiklistarnámskeið handa innflytjendum í samstarfi við Borgarleikhúsið. Hún var einnig í framkvæmdastjórn síðustu sviðslistahátíðar ASSITEJ.

Sólveig Guðmundsdóttir hefur unnið við fjölda leiksýninga og kvikmynda. Auk kvikmyndanna Blóðhönd og Brim hefur hún verið í sýningunum Meistarinn og Margaríta, Örlagaeggin, In Transit, Gunnaðar Sögu og Bláa Gullinu. Það má segja að hún hafi sérhæft sig í vinnu meðtrúðatækni en hún skrifar og vinnur með Pörupiltum. Með þeim hefur hún sett Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og uppistandið Homo Erectus. Sem meðlimur og framkvæmdastjóri GRAL-leikhópsins hefur hún leikið í Horn á Höfði, Endalok Alheimsins og nýjasta verki þeirra Eiðurinn og eitthvað. Hún hefur unnið mikið með börnum og unglingum. Hún útskrifaðist í leiklist frá The Arts Educational School í London árið 2002.

Snæbjörn Brynjarsson vann íslensku barnabókaverðlaunin ásamt Kjartan Yngva Björnssyni fyrir bók þeirra Hrafnsauga árið 2012, síðan hefur bókin Draumsverð komið út og er þriðja bók seríunnar væntanleg í haust. Snæbjörn hefur skrifað einleiki og leikrit, leikið í kvikmyndinni Astrópíu, auk þess sem hann er einn af stofnendum og pistlahöfundum Reykvélarinnar. Síðastliðið ár hefur hann unnið með franska hópnum Vivarium Studio, en fram að því dvaldi hann í Japan og lærði við Waseda háskólann í Tokyo. Hann útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2008.

Verkefnið er styrkt af Menntamálaráðuneytinu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi...

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...