Fantastar


Posted on maí 15th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Fantastar – leiksýning við höfnina

 

Lygin er ekki andstæða sannleikans heldur hluti af honum.

(Gusta Aagren)

 

Hvalur hefur tekið sér bólfestu í húsi við höfnina. Hann tælir til sín gesti og gangandi með seiðandi söng sínum. Risakræklingur er bundinn við bryggju, fljótandi hljóðfæri liggur við höfnina og er dregið af villtum sæfákum. Þegar komið er inn í gin hvalsins hefst andlegt ferðalag, sem er lyginni líkast.  Þetta ferðalag í gegnum iður hvalsins er þekkt minni í trúarbrögðum, skáldsögum og þjóðsögum þessara landa.  Líkt og Jónas í hvalnum og Gosi forðum daga, mæta áhorfendur aðstæðum og Fantöstum sem hjálpar þeim að sjá lífið og sjálft sig í nýju ljósi.

Fantastar þýðir á íslensku athafnaskáld eða þeir sem lifa jafnt í fantasíu og raunveruleika. Fantastinn á rætur sínar að rekja til Íslands, Grænlands og Færeyja og glæðir líf samferðamanna sinna með góðum sögum og draumum og einstakri vitleysu.

Sagðar eru sögur af Fantöstum eyjanna þriggja, þeir verða kynntir til leiks og staða þeirra í dag verður krufin af sjáendum.

Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku sem vinna saman að þessum listviðburði sem byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða endursagðar og heimildir skáldaðar.

Sýningin er frumsýnd 22. mai kl. 21 og er hluti af Listahátíð í Reykjavík og framleidd í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýnt er í Brim húsinu við Geirsgötu.  Sýningum lýkur 5. júní og nánari upplýsingar um miðasölu, sýningardaga og miðaverð er á www.listahatid.is/fantastar

 
Sýningin mun ekki eingöngu vera inni í Brim húsinu því á næstu dögum verður sjósettur risa Kræklingur í höfninni hjá Brimhúsinu en hann er hluti af sýningunni.  
Sýningin er ekki eingöngu fyrir fullorðna heldur er hún mikið ævintýri fyrir 8 ára og eldri sem fá að kynnast listamönnum og túlkun nágranna okkar frá Grænlandi og Færeyjum.  Áætlað er að ferðast með sýninguna til Þórshafnar í Færeyjum og Nuuk á Grænlandi næsta haust.

Aðrir listrænir stjórnendur og þáttakendur:

Tinna Ottesen, Marianna Mørkøre, Janus Bragi Jakobsson, Haukur Þórðarson, Inuk Silis Høegh, Jens L. Hansen, Ada Bligaard Søby, Lárus Björnsson, Ólafur  Björn Ólafsson, Jessie Kleemann , Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Nicolaj Falck , Klæmint H. Isaksen, Frosti Friðriksson, Katla Kjartansdóttir, Saga Garðarsdóttir, Halldór Halldórsson (Dóri DNA),  Ragnar Ísleifur Bragason, Björn Stefánsson, Benedikt Gröndal, Ásrún Magnúsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Þyrí Huld Árnadóttir, Mariann Hansen, Beinta Clothier, Kristina Sörensen Ougaard, Halla Margrét Jóhannesdóttir o.fl.

Nánar: http://nordpa.blogspot.com/

Sýningin er styrkt af:

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Leiklistarráði – Reykjavíkurborg – Nordisk kulturfond – Nunafonden – Faroes culture fund – NAPA – NATA – Sermeq Fonden – Fællesfond imellem Nuuk, Reykjavík og Thorshavn – Landsbankinn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ný stjórn SL 2020 – 2021

Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni),...

Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21

Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland),...

Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til...