Útlagar yfirtaka Gamla bíó


Posted on May 6th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert minna fyrir svona mikla kappa og þá Gísla Súra og Fjalla-Eyvind. Sýningar hefjast í lok maí og standa fram í miðjan júní.

Fyrsta sýning verður á Uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Kveldið hefst með sýningu á Gísla Súrssyni. Leikurinn sá var frumsýndur árið 2005 og hefur verið sýndur um 300 sinnum bæði hér heima og erlendis. Gísli Súrsson er því eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Eftir hlé tekur Fjalla-Eyvindur sviðið yfir. Leikurinn var frumsýndur í lok síðasta árs og hefur þegar verið sýndur hátt í 30 sinnum um land allt. Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.

Leikari í báðum sýningunum er Elfar Logi Hannesson. Gaman er að geta þess að Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku í Gamla bíói. Sýningar hefjast í lok maí og standa fram í miðjan júní. Fyrsta sýning á ensku verður miðvikudaginn 28. maí kl.20. Miðasala á allar er á midi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...