Útundan í Tjarnarbíó


Posted on April 3rd, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Leikhópurinn Háaloftið og Tjarnarbíó kynna með stolti

eftir Alison Farina McGlynn

Í leikritinu Útundan er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum í hinum vestræna heimi í dag. Skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margskonar erfiðum spurningum. Barnleysi getur valdið gífurlegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan. En jafnvel í slíkum aðstæðum hættir tilveran ekkert að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin.

Áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það eðlilegasta og náttúrlegasta af öllu í lífinu er orðið heitasta óskin, fjarlægur draumur, takmark sem kannski mun aldrei nást.

Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut mjög góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi.

**** “Beautifully crafted provocative new writing. This is a highly valuable piece of work as it braves to talk about something so common, yet never fully challenged on stage”.

**** “A moving play which fully engages the audience. It never becomes mawkish and it also contains a lot of humour”.

Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikmynd: Jóní Jónsdóttir

Búningar: Ólöf Benedikstdóttir Tónlist: Sveinn Geirsson
Ljós: Arnar Ingvarsson
Leikgervi: Kristín Júlla Kristjánsdóttir

Verkið er sýnt eftirfarandi daga:

10. apríl, kl. 20:00 – Frumsýning

13. apríl, kl. 20:00
14. apríl, kl. 20:00

15. apríl, kl. 20:00 – Lokasýning





Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi...

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...