Fyrirgefðu ehf.


Posted on February 20th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×
Málamyndahópurinn og Tjarnarbíó frumsýna nýtt íslenskt leikverk eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.
Það er Tjarnarbíó sönn ánægja að kynna nýtt, íslenskt leikverk, sem hefur verið eitt það umtalaðasta í fjölmiðlum undanfarið vegna frumlegrar nálgunar á kynningu verksins. Þórdís Elva og Málamyndahópurinn bjóða okkur í ferðalag með Evu og félögum hennar hjá Fyrirgefðu ehf., þar sem fyrirgefningin er skoðuð ofan í kjölinn. Hvaða þýðingu hefur fyrirgefningin raunverulega? Er alltaf rétt að fyrirgefa? Eða er sumt ófyrirgefanlegt? Fyrirgefum við eingöngu í því skyni að létta á okkur sjálfum?
 
Fyrirgefðu ehf. er fyrirtæki sem býður hreina samvisku og fyrirgefningu í hverskyns deilumálum. Þegar aðalsöguhetjan Eva hefur störf hjá fyrirtækinu er henni kennt Lögmálið að fyrirgefningunni, sem sannreynt hefur verið í tugþúsundum tilvika um allan heim. Þjónusta fyrirtækisins er dýrkeypt og Eva fær það hlutverk að velja úr innsendum umsóknum fólks sem leitast við að fyrirgefa framhjáhald, alkahólisma, þverum stjórnmálamönnum, tvöföldum trúarleiðtogum, Guði og síðast en ekki síst: Sjálfum sér.
Í verkinu má heyra sögur byggðar á rúmlega sjötíu viðtölum sem Málamyndahópurinn tók við fólk á aldrinum 5-85 ára. Afraksturinn er þverskurður af stórum og smáum fyrirgefningum úr íslenskum raunveruleika, sem lætur engan ósnortinn. Fyrirgefðu ehf. veltir upp áleitnum spurningum um fyrirgefninguna í markaðsvæddum heimi.
Leikendur eru: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Víðir Guðmundsson og Þóra Karítas Árnadóttir.
Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Sviðsmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir. Sviðshreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson. Búningahönnun: Eleni Podara. Tónhönnun: Jarþrúður Karlsdóttir. Framkvæmdastjórn: Höskuldur Sæmundsson. Leikstjórn: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
Ýmsar frekari upplýsingar fást á www.tjarnarbio.iswww.fyrirgefduehf.is
Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...