Eldklerkurinn í Tjarnarbíó


Posted on January 11th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

Einleikurinn Eldklerkurinn var frumsýndur 1. nóvember s.l. og hlaut afburða viðtökur jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýnendum, m.a. gaf Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, sýningunni fjórar stjörnur í dómi sínum. Eldklerkurinn var sýndur í Hallgrímskirkju og á Kirkjubæjarklaustri fyrir jól og hefur verð uppselt á allar sýningar til þessa. Vegna mikillar aðsóknar hefur sýningin nú verið flutt um set yfir í Tjarnarbíó þar sem boðið verður upp á sýningar í janúar.

Verkið fjallar um „eldklerkinn“ Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum sumarið 1783. Jón var prófastur Vestur-Skaftfellinga á árunum 1778-1791 og sjónarvottur að eldsumbrotunum og áhrifum þeirra. Frá honum eru komnar nákvæmustu lýsingarnar af Skaftáreldum sem varðveittar eru, auk þess sem sjálfsævisaga hans er einstakt rit innan íslenskrar bókmenntasögu og gefur góða sýn inn í daglegt líf og hugmyndaheim fólks á 18. öld. Skarpskyggni Jóns endurspeglast víða í ritum hans og eru lýsingar á Skaftáreldum glöggt dæmi um það.

Leikverkið byggir að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum.

Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku...

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís 11. sept 2017

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir.  Tekið upp í Tjarnarbíói 11. september.  Ragnhildur Zoega sérfræðingur frá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL...

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Hér er hægt er að sækja skjal með uppreiknuðum launa- og verkgreiðslum.  Allar launatölur hafa verið...