Hvar er Stekkjastaur?


Posted on November 28th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×


Möguleikhúsið sýnir jólaleikritið

Hvar er Stekkjarstaur?

eftir Pétur Eggerz

í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

sunnudagana 1. og 15. desember kl. 14:00

Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun?
Leikrið var fyrst sýnt fyrir jólin 1996 en hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Sýningar eru farnar að nálgast þriðja hundraðið og er þetta sú sýning Möguleikhússins sem oftast hefur verið sýnd í 24 ára sögu þess.

Þessi sýning er skemmtileg og vel unnin og vonandi fá sem flest íslensk börn að sjá hana.
SAB – Mbl.

 

Tveir leikarar taka þátt í sýningunni, en það eru þau Ingrid Jónsdóttir og Pétur Eggerz. Leikstjóri er Pétur Eggerz en leikmynd og búningar voru unnin í samvinnu leikhópsins og Helgu Rúnar Pálsdóttur.

Sýningin er 45 mínútna löng og er ætluð börnum að 10 ára aldri.

Miðaverð er kr. 2.400 og tekið er á móti miðapöntunum

í s. 8971813 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...

Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari...