Ævintýrið um Augastein


Posted on nóvember 28th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

LEIKHÓPURINN Á SENUNNI undirbýr nú sýningar á leiksýningunni ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN, sem frumsýnd var fyrir 11 árum.  Í fyrra urðu kynslóðaskipti í sýningunni, því Orri Huginn Ágústsson tók þá við af Felix Bergssyni, sem hafði borið hana uppi frá byrjun.

 

Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan.

 

Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið. En í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

 

 

Felix Bergsson skrifaði Ævintýrið um Augastein í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra og Helgu Arnalds brúðulistamann. Svo sem áður sagði þá hefur Felix fram að þessu leikið öll hlutverkin í sýningunni en nú hefur Orri Huginn Ágústsson tekið við keflinu. Brúður og leikmynd eru eftir Helgu Arnalds, lýsingu hannaði Jóhann Bjarni Pálmason og tónlistina útsetti Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson fyrir Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar.  Hljóðmynd verksins er unnin af Sveini Kjartanssyni.  Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.

 

Verkið er sýnt í TJARNARBÍÓI.

Einungis eru ráðgerðar tvær sýningar á verkinu að þessu sinni;

 

laugardaginn 14. desember kl. 15:00

sunnudaginn 15. desember kl. 15:00

Nánari upplýsingar, myndir og annan fróðleik má finna á www.senan.is og miðasala er á www.midi.is og www.tjarnarbio.is





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...