Út vil ek


Posted on November 5th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

5273897a628a9.jpg&cut=0p-0p.jpg

ÞJÁLFUN Í ALÞJÓÐATENGSLUM FYRIR SVIÐSLISTAFÓLK

Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir samræðu og markþjálfun fyrir sviðslistafólk helgina 15. – 17. nóvember n.k. með Bush Hartshorn, listrænum stjórnanda Dansehallerne í Kaupmannahöfn og markþjálfara.

Samræða um markmið í alþjóðastarfi í Iðnó föstudaginn 15. Nóv kl 17 – 18.30 í Iðnó                      Opin öllu sviðslistafólki.  Bush verður með stuttan inngang um hvernig leikhús og hópar þurfa að hugsa og vinna til að ná árangri alþjóðlega.  Opin samræða á eftir. Aðgangur ókeypis.  Samræðan fer fram í setustofu á efstu hæð Iðnó.

Þjálfun – Coachingtímar í Tjarnarbíói lau og sun 16. Og 17. nóv                                                                              Leikhús og hópar geta bókað samtal við Bush um markmið sín og möguleika í alþjóðlegu samstarfi.  Þeir sem vilja nýta þetta tækifæri sendi svarpóst á asa@stage.is .  „Coaching“ með Bush snýst um að ræða og kalla fram markmið og sérstöðu hvers og eins.  Allt er leyfilegt.  Sala á einstöku verki, leit að samstarfsaðilum, meðframleiðendum eða öðru.  Tilgangurinn er að kalla fram sýn, skýra markmið og gera raunhæfar áætlanir sem hægt er að fylgja eftir.

 

Bush Hartshorn hefur leitt leikhús og sviðslistahópa í Bretlandi  frá árinu 1982 og sem höfundur, leikstjóri og leikhúsmaður skapað fjölda verka sem hafa vakið alþjóðlega athygli.  Meðal húsa og verkefna sem hann hefur stjórnað er Green Room í Manchester, Yorkshire Dance og British Dance Edition. Hann er nú listrænn stjórnandi Dancehallerne í Kaupmannahöfn sem er eitt stærsta sviðslistahús á Norðurlöndum.  Bush er viðurkenndur „Relational Dynamics coach“ og hefur á síðustu árum „markþjálfað“ fjölda leikhúsa og hópa víðs vegar um Evrópu.

Um coaching tíma                                                                                                                                             .

Leikhús og hópar sem vilja panta tíma sendi póst á asa@stage.is     Fyrstir koma, fyrstir fá.  Kostnaður kr. 5.000 á hvert leikhús/hóp sem greiða þarf fyrir 10. nóvember. Reikningsupplýsingar verða sendar með staðfestingarpósti. Það fer eftir eftirspurn hvað hver aðili fær langan tíma. Reynt verður að koma til móts við óskir um tíma dagsins.  Heimaverkefni fyrir tíma: Hvert leikhús/hópur velur þriggja mínútna brot úr verki sem þau telja eiga erindi á erlendan markað og koma með á tölvutæku formi á sinni eigin tölvu, í tímann.  Hámarksfjöldi í hvern tíma er 5 manns.    Þeim sem koma í coachingtíma er skylt að senda a.m.k. einn fulltrúa í samræðu í Iðnó föstudag kl 17.00

STAÐUR:  Skrifstofa LSI í Tjarnarbíói (bakhús 2. Hæð)

STUND: Laugardag 16. nóv  09 – 18 og sunnudag 17.nóv 10 – 15

Frekari námskeið í alþjóðafærni eru fyrirhuguð á vegum LSÍ á nýju ári og fá þeir hópar/leikhús sem taka þátt í markþjálfun með Bush 5.000 afslátt á næstu námskeið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundargerð MTB 18. nóv 2019

Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB) var haldinn mánudaginn 18. nóvember s.l. í Tjarnarbíó.  Hér má nálgast aðalfundargerð, skýrsla stjórnar,  ársreikninga félagsins 2018 og lög félagsins...

Málþing Leikfélags Reykjavíkur um Jóhann Sigurjónsson (1880 – 1919)

Leikfélag Reykjavíkur efnir til málþings í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október  í tilefni af 100 ára dánardægri hans og hefst það kl. 11:00 á Litla...

Morgunspjall SL – Haustið 2019

SL býður félagsmönnum aftur upp á morgunverðarspjallið á nýju leikári.  Næsta spjall verður miðvikudagsmorguninn 2. október á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó.  Kaffi, brauðmeti og morgunverðarleikheit á boðstólnum.  Gestarfyrirlesari í hvert...