Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur í Tjarnarbíó


Posted on október 29th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

1402862_578062592253140_1941341925_o

Lab loki frymsýnir Stóru börnin í Tjarnarbíó, nýtt íslenskt leikverk eftir Lilju Sigurðardóttur. Verkið fjallar á margræðan hátt um gildi ástarinnar og varpar fram þeirri spurningu hvorthægt sé að setja á hana verðmiða.

Í verkinu er skyggnst inn í hulinn heim infantílista, fólks sem þráir að haga sér og láta annast sig sem börn, en líkt og með önnur blæti (fetish) hefur þessi veruleiki almennt legið í þagnargildi. Heimur stóru barnanna er bakland þessa óvenjulega sviðsverks þar sem bældar þrár æskuáranna brjótast fram blandnar hvötum fullorðna fólksins sem þær geymir.

Í verkinu fylgjumst við með Mömmu, konu sem býður móðurást sína til sölu og viðskiptavinum hennar, stóru börnunum, sem hvert og eitt koma til Mömmu með ólíkt veganesti úr lífinu sem oft hefur farið um þau óblíðum höndum.

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Höfundur: Lilja Sigurðardóttir
Leikarar: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein og Stefán Hallur Stefánsson.

Athugið: Takmarkaður sýningafjöldi!
Miðasala: midi.is/leikhus/1/7827
Upplýsingar á síðu Tjarnarbíós: tjarnarbio.is/?id=807

Leikmynd og búningar: Drífa Freyju-Ármannsdóttir og Ari Birgir Ágústsson

Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson

Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson

 

Myndband





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...