Tjarnarkortið í Tjarnarbíó


Posted on September 10th, by admin in Frettir. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

TH8A9523

Tjarnarkortið í Tjarnarbíó

Tjarnarbíó bíður í fyrsta skiptið upp á Tjarnarkortið á 9900 kr.   Innifalið í kortinu eru fjórar nýjar frumsýningar sjálfstæðra hópa ásamt því að fá 500 kr. afslátt af völdum viðburðum.  Hægt er að kaupa kortin á www.tjarnarbio.is en kortasölu lýkur 22. september.

 

Eftirtaldar sýningar eru í boði:

GRAL – Eiðurinn og Eitthvað eftir Guðberg Bergsson. Frumsýnt í lok ágúst á Lókal

Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.

Um verkið:

Tveir menn sitja á sjúkrarúmi og velta fyrir sér tilgangi tilverunnar. Kona í hvítum sloppi kemur inn og hristir rassinn. Er þessi kona komin til að prumpa á okkur?  … og hver er þessi Ragnheiður Brynjólfsdóttir? Við erum á leiðinni inn í Eitthvað!  Innan tíðar gera persónurnar leikverksins uppreisn gegn skapara sínum  því “uppreisn, mótþrói og óhlýðni eru sameining”… og skáldskapurinn nær yfirhöndinni þegar persónurnar taka málin í sínar hendur.

 

Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Erling Jóhannesson og Benedikt Karl Gröndal.

Leikmynd: Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson.

Búningar og leikgerfi: Eva Vala Guðjónsdóttir

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson.

Tónlist: Sölvi Blöndal.

Hreyfimyndagerð: Una  Lorentzen og Philip Lockerby.

 

Lab Loki – Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur.  Frumsýnt í otóber.

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson.

Um verkið:

Miðaldra smiðurinn Kristján kemur í hús Mömmu í leit að ást sem hann hefur lengi þráð.  Ást sem hann er tilbúinn til að borga fyrir. Móðurást. Mamma elskar hann og annast fyrir ákveðna upphæð – rétt eins og hin stóru börnin sín. Stóru börnin sem þurfa svo mikið, krefjast svo mikils, þroskast svo hratt. Mamma sinnir þörfum þeirra, nærir þau, þrífur þau, huggar þau og veitir þeim ráðningu þegar þau eru óþekk.

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson.

 

Málamyndahópurinn- Fyrirgefðu? Frumsýnt í febrúar

Leikstjóri og höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Um verkið:

Verkið gerist í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Við kynnumst Maríu sem veit ekki hvort hún getur fyrirgefið manni sínum fyrir framhjáhald, alkahólistanum Friðfinni sem finnst hann ekki eiga skilið að vera fyrirgefið og femínistanum Arnheiði sem mun aldrei nokkurntíma fyrirgefa feðraveldinu. Þá eru það gömlu hjónin Elliði og Guðríður sem þurfa á sáttfýsi að halda í glímu sinni við alzheimer og Jónatan, sem er að fríka út vegna skuldbindingarfælni sambýlismanns síns. Svo er það ósýnilega konan sem enginn virðist gefa gaum – hvaða leyndarmál ber hún með sér?

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Víðir Guðmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir og fl.

Hljóðmynd: Jarþrúður Karlsdóttir

Sviðsmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir

Dans og sviðshreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir

Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson

 

Frú Emilía- Vanja frændi eftir AntonTsjekhov   Frumsýnt í mars.

Leikstjóri: Guðjón Pedersen.

Um verkið:

Uppgjafaprófessor kemur á óðal látinar eiginkonu sinnar með seinni konu sína. Dóttir hans af fyrra hjónabandi og bróðir fyrri konunnar hafa séð um búreksturinn og sent prófessornum lífeyri. Hann er nú orðinn gamall og heilsutæpur og hefur allt á hornum sér og nú þarf heimilisfólkið að þjóna þeim hjónum auk þess að sjá um búið.  Óumflýjanlegt uppgjör á sér stað.  Af hverju er ekki hægt að hafa allt eins og það var?  Frú Emilía er mætt aftur!

Leikmynd: Grétar Reynisson

Búningar: Elín Edda Árnadóttir

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmarsson

Leikarar: Hilmir Snær Guðnason – Þrúður Vilhjálmsdóttir – Edda Björg Eyjólfsdóttir – Hjalti Rögnvaldsson – Gunnar Gunnsteinsson – Guðrún Gísladóttir – Kristbjörg Kjeld  – Þorsteinn Bachmann

 

Fjölbreytt dagskrá í vetur

Það verður fjölbreytt dagskrá í Tjarnarbíó í vetur.  Boðið verður upp á leiklist, dans, tónleika og kvikmyndir.  Verðlauna sýningin Horn á höfði verður sýnd í september og október en hún hlaut Grímuna sem besta barnasýningin 2011.  Einnig kemur gamall félagi aftur á fjalirnar um aðvenguna þegar Ævintýrið um Augastein verður sýnt. Spennuleikritið Nóttin var sú ágæt ein verður einnig sýnt í desember.  Svikarinn sem frumsýndur var fyrir tveimur árum í Tjarnarbíó snýr aftur í vor og svo mun gestasýning frá Póllandi á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í leikstjórn Erlings Jóhannsonar vera sýnd í vor.

LÓKAL – alþjóðleg leiklistarhátíð lauk um síðustu helgi en RIFF – alþjóðleg kvikmyndahátíð mun svo vera í Tjarnarbíó í lok september og fram til 6. Október. UNGLIST verður á sínum stað í nóvember eins og undanfarin ár.

Um næstu helgi verður svo fluttur Kvartett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen en það er hópurinn Kubus sem stendur að honum.

Þetta er aðeins brot af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem verður í Tjarnarbíó í vetur og hlökkum við til að bjóða áhorfendum okkar upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá í vetur.

Nánari upplýsingar á www.tjarnarbio.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

VIÐMIÐUNARTÖLUR LAUNA- OG VERKGREIÐSLNA 2019
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2019 vegna verkefna á árinu 2020 eða síðar

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá...

Requiem – einleikur/gjörningur

 

„Guðrún vaknar í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla með því að láta vita að hún sé á lífi.“ miðaverð 3000 kr sýnt í...
Opnað fyrir umsóknir um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa 2020

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára. Umsóknafrestur er til 1. október n.k.

Umsóknarfrestur er til kl. 24:00, 1. október 2019.

Athugið...