Vesturport frumsýnir á afmælisári Act alone


Posted on ágúst 19th, by admin in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Screen Shot 2013-08-19 at 11.46.20 AM

Elsta leiklistarhátíð landsins, Act alone, fangar eins tuga afmæli í ár. Einsog vænta má er því dagskrá ársins sérlega einstök og einleikin. Afmælis dagskráin var formlega opinberuð í sjávarþorpinu Suðureyri í dag, föstudag. Alls verður boðið uppá 18 viðburði á hátíðinni og rétt er að taka fram að aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi. Hátíðin verður haldin aðra helgina í ágúst dagana 8. – 11. ágúst í sjávarþorpinu Suðureyri.

Leiksýningar eru ávallt í fyrirrúmi á Act alone og svo verður einnig í ár. Hinn margverðlaunaði leikhópur Vesturport frumsýnir nýjan íslenskan einleik á afmælisári Act alone. Leikurinn nefnist Kistuberi eftir og með Víkingi Kristjánssyni í aðalhlutverki. Af öðrum leiksýningum ársins má nefna einleikina Kameljón eftir Margréti Örnólfsdóttur, Hinn fullkomna jafningja eftir Felix Bergsson og gamanleikinn vinsæla How to become Icelandic in 60 min. með Bjarna Hauki í aðalhlutverki. Uppistand verður einnig á dagskrá Act alone og þar verður boðið uppá einn þann vinsælasta í þeirri grein síðustu áratugi engan annan en Jóhannes Kristjánsson.

Tónlistin hefur ávallt verið stór hluti af Act alone og í ár verða tveir kóngar fyrirferðamestir. Fyrst ber að nefna vestfirska listamanninn og krúttið Mugison sem hefur sannarlega heillað landann með sínum einstöku tónleikum síðastliðin ár. Hinn kappinn sem mætir til leiks er sjálfur Bjartmar Guðlaugsson. Margt fleira verður í boði má þar nefna töfranámsskeið og sýningu með töframeistara Einari Mikael.

Það er sannarlega ástæða til að fara að hlakka til Act alone í ár og full ástæða til að taka helgina frá. Þetta verður alveg einstök helgi.

Dagskrá Act alone 2013

8. – 11. ágúst á Suðureyri

 

Fimmtudagur 8. ágúst

Kl.18

ÞURRKVER

Töfranámskeið fyrir krakka á öllum aldri með Einari Mikael töframanni

 

Kl.19

SJÖSTJARNA

Opnunarstef Act alone og fiskiveisla

Nemar á töfranámskeiði leika listir sínar undir

 

Kl.20

FÉLAGSHEIMILIÐ

Kameljón Leikari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

 

Kl.21.30

FÉLAGSHEIMILIÐ

Töfrasjóv með Einari Mikael töframanni

 

Föstudagur 9. Ágúst

 

Kl.20

FÉLAGSHEIMILIÐ

How to become Icelandic in 60 minuets  Leikari: Bjarni Haukur Þórsson

 

Kl.22

ÞURKVER

Tónleikar með Mugison

 

Kl.23.59

FÉLAGSHEIMILIÐ

Pörupiltsuppistand

 

Laugardagur 10. Ágúst

kl.13

FÉLAGSHEIMILIÐ

Skrímslið litla systir mín Leikari: Helga Arnalds

 

kl.14

AÐALGATA 37

Hljóðin úr eldhúsinu – hljóðakúltur

 

Kl.13 – 16

SJÖSTJARNA OG ÚTUM ALLT ÞORP

Unglingaleikhúsið Morrinn leikur og lífgar uppá þorpið

 

Kl. 14 – 15

TALISMAN

Bragðlaukar – Leikfélagið Hallvarður Súgandi túlkar bragð sjávarrétta

 

Kl.17

ÞURKVER

Assassinating the Foreigner: Part I Leikari: Alexander Roberts

 

Kl. 19

FÉLAGSHEIMILIÐ

Vesturport frumsýnir nýjan einleik Kistuberi Leikari: Víkingur Kristjánsson

 

Kl.21.00

FÉLAGSHEIMILIÐ

Uppistand með Jóhannesi Kristjánssyni

 

Kl.22.30

Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni

 

Sunnudagur 11. Ágúst

KAUPFÉLAGIÐ

kl.12.30

Hádegisfyrirlestur: Heilinn hjarta sálarinnar með Sögu Garðarsdóttur

 

Kl.14

KIRKJAN

Tónleikar með Eyrúnu Arnarsdóttur

 

Kl.15.30

FÉLAGSHEIMILIÐ

Hinn fullkomni jafningi Leikari: Unnar Geir Unnarsson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ný stjórn SL 2020 – 2021

Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni),...

Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21

Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland),...

Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til...