Strengjaleikhúsið


Posted on August 19th, by admin in leikhopar. No Comments

0 Flares Twitter 0 Facebook 0 Filament.io 0 Flares ×

MessíanaTómasdóttir stofnaði Strengjaleikhúsið 1983, er hún var valin Borgarlistamaður til að fullgera verkið um Bláu stúlkuna, tónlistar- og leikbrúðuverk án orða. Allar götur síðan hefur Strengjaleikhúsið pantað og frumflutt nútíma tónlist, aðallega óperur, og er nú með sína sjöundu íslensku óperu í vinnslu. Í sýningum leikhússins eru grímur og leikbrúður notaðar á óhefðbundinn hátt og áhersla er lögð á hina sjónrænu hlið sýninganna, jafnframt tónlistinni. Margar sýningar þess hafa verið gerðar sérstaklega fyrir börn og unglinga og stundar leikhúsið þar meðvitað listauppeldi og gefur út námsefni tengt sýningunum. Sýningum Strengjaleikhússins hefur iðulega verið boðið í sýningarferðir erlendis.

Messíana Tómasdóttir

messiana@centrum.is
Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og...

Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-Richardsdóttir

Inntökupróf Drama Studio London

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en...