RDF -BLACK YOGA SCREAMING CHAMBER


Posted on ágúst 19th, by admin in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Screen Shot 2013-08-19 at 11.58.30 AM

Reykjavík Dance Festival býður til opnunar á “Black Yoga Screaming Chamber”, innsetningu eftir listrænu stjórnendur hátíðarinnar í ár, þau Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson sem saman skipa hópinn Shalala. Opnunin er einskonar forleikur að hátíðinni en þar mun Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vígja kassann með því að vera sá fyrsti sem öskrar inn í honum. Og svo mátt þú! 🙂
“Black Yoga Screaming Chamber” er hljóðeinangraður klefi sem þér er boðið að stíga inn í og öskra. Þú getur stigið inn í hann ein/n eða með vini og verið þar inni og öskrað eins lengi og þú vilt. Hægt er að öskra af gleði, pirringi, til að gleyma, til að frelsa hugann, slappa af, fá orku, eða öskra algjörlega án ástæðu. Þessi reynsla gæti breytt lífi þínu. Öll öskrin verða tekin upp og innan fárra vikna fá þátttakendur sent til sín sitt eigið persónulega Black Yoga Mantra. Klefarnir verða í framhaldinu settir upp víða um bæinn eða á Dansverkstæðinu, Máli og Menningu, Laugavegi, Hafnarhúsinu og Hörpu og opnir hverjum þeim sem þarf á góðu öskri að halda.
“Black Yoga Screaming Chamber” er partur af Reykjavík Dance Festival 2013 sem hefst 23. ágúst næstkomandi og stendur til 1. september. Hátíðin í ár hefur persónulega nálgun. Í stað þess að hnoða saman hátíð með einu ákveðnu þema hafa Erna og Valdi sett saman dagskrá sem samanstendur af verkum íslenskra og alþjóðlegra listamanna sem þau telja mikilvæg og áhugaverð fyrir Ísland í dag, listamenn sem þau vilja skapa rými fyrir og deila með áhorfendum hér á landi. Þrátt fyrir að ekki sé að finna eitt ákveðið þema í gegnum hátíðina, má greina skýra fagurfræði sem einnig er að finna í verkum Ernu, Valda og Shalala – fagurfræði öfganna, sem skín í gegnum dagskrá hátíðarinnar á margskonar hátt.
Reykjavík Dance Festival 2013 er því hátíð sem helgar sig öfgum í mismunandi birtingarmyndum. Dagskráin er troðfull af dansi og kóreógrafíu í fjölbreyttum birtingarmyndum þar sem skýr, öfgafull, en mismunandi viðhorf gagnvart hinum dansandi líkama og hlutverki hans innan samtímadans og kóreógrafíu í dag eru sett hlið við hlið til að freista þess að skapa rými fyrir nýjar uppgötvanir, nálganir og upplifanir fyrir áhorfandann.
Við vonumst til að sjá þig á föstudaginn, öskrandi og dansandi! Byrjaðu helgina á því að koma til okkar í drykk og spjall.
Hægt verður að kaupa miða og passa á hátíðina á staðnum.

Ást og Öskur,
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson og Festival teymið.
info@reykjavikdancefestival.is

——————————–

Reykjavík Dance Festival invites you to the opening of the “Black Yoga Screaming Chamber”, by the artistic directors of this year´s festival, Erna Ómarsdóttir and Valdimar Jóhannsson which together form the group Shalala. The opening is a warm-up for the festival where the mayor of Reykjavík, Jón Gnarr will inaugurate the chamber by being the first one to scream inside it. And then it’s your turn if you want!
“Black Yoga Screaming Chamber” is a ‘sound proof’ chamber which you are invited to step into and scream. You can go alone or with a friend and stay as long as you like. You can scream out of joy, frustration, to forget, to free your mind, to relax, to get energized, scream all your problems away or scream for no particular reason at all. This might be a life saving experience.
All the screams will be recorded and within few weeks participants will receive their own personal Black Yoga Mantra with their screams mixed together with all the others. Subsequently the chambers will be put up invarious places around town like Reykjavík Dance Atelier, Mál og menning on Laugavegur, Reykjavík Art Museum and Harpa Concert, open to those who are in the need of a scream.
“Black Yoga Screaming Chamber” is a part of Reykjavík Dance Festival 2013 which starts on the 23rd of August until 1st of September. Reykjavík Dance Festival 2013 will be a personal affair – with no one correct route through it. As directors of the festival, Erna and Valdi – have avoided the religiosity of a strict thematic, and instead steadily pieced together a programme of homegrown and international contributions that for one reason or another they have found to be important and interesting. As a consequence a particular aesthetic – often associated with Erna, Valdi and their company Shalala – has emerged. An aesthetic of extremities – that shines across the festival’s programme in surprising ways.
Reykjavík Dance Festival 2013 will be a festival of extremes. A programme of dance and choreography, in which strong attitudes towards the dancing body, and its role within contemporary dance and choreography, are placed alongside one another. Leaving space in between for new discoveries, approaches and experiences to take place.
We hope to see you on Friday, screaming and dancing! Start the weekend with us, a drink and a chat.
FIRST DATE tickets, LOVERS and FRIENDS passes will be for sale.

Kisses and Screams
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson and the Festival Team

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ný stjórn SL 2020 – 2021

Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni),...

Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21

Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland),...

Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til...