GRAL með 2 sýningar í Tjarnarbíó í haust!


Posted on August 19th, by admin in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Screen Shot 2013-08-19 at 11.55.43 AM

Eiðurinn og Eitthvað
eftir Guðberg Bergsson

FRUMSÝNT Á LÓKAL 28. ágúst. 2013 í TJARNARBÍÓ.

Höfundur nokkur hyggst skrifa heimildarverk um Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur sem gerir uppreisn gerir andlegum og veraldlegum yfirvöldum eftir að faðir hennar neyðir hana til þess að sverja þess eið að hún sé hrein mey. En sami höfundur hefur einnig í huga allt annað verk: Leikrit um tvo karlæga menn og konu sem heimsækir þá stundum til þess eins að sjúkrahússloppnum og dilla rassinum. Þetta er óhamingjusöm kona sem þyrstir í að segja sögu biskupsdótturinnar. Innan tíðar eru persónurnar farnar að keppast um athygli höfundarins og hann neyðist til þess að taka við þá slaginn. Öllum heimildum er svipt burt í einu vetfangi og skáldskapurinn nær yfirhöndinni, vegna þess að skaparinn hefur kennt persónum sínum að sameinast í uppreisn og óhlýðni og þá má einu gilda hvort allt eigi upphaf sitt í ódýru kaffi í Frankfurt eða ógleði í kvenmannshælum.

Guðbergur Bergsson er eitt helsta núlifandi skáld Íslendinga. Bækur hans hans hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. „Eiðurinn“ er hans fyrsta verk sem er beinlínis ætlað fyrir leikhús.

Grindvíska atvinnuleikhúsið var stofnað árið 2007, af leikhúsfólki sem hefur tengsl við Grindavík. GRAL hefur alla tíð einbeitt sér að verkum sem byggja á sögu og náttúrulegu umhverfi bæjarins og hlaut fyrir nokkrum árum Grímuverðlaunin fyrir leiksýninguna „Með horn á höfði“.

Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Erling Jóhannesson og Benedikt Karl Gröndal
Höfundur: Guðbergur Bergsson
Aðlögun og leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Bergur Þór Ingólfsson and Eva Vala Guðjónsdóttir
Búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Hreyfimyndagerð: Una Lorenzen.
Tungumál: Íslenska með enskum texta
Lengd: 90 mínútur

HORN Á HÖFÐI
Fjölskyldusöngleikur.
eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson.
með tónlist eftir Villa Naglbít.

Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Víðir Guðmundsson.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
Leikmynda og búningahönnun: Eva Vala Guðjónsdóttir.
Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðsson.
Lengd: 90 mínútur með hléi.

Björn vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann veit ekki af hverju hann er með horn á höfði en veit að hann langar ekki að líta út eins og geit. Því fær hann Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér við að rannsaka málið. Í leit sinni að sannleikanum upphefst atburðarás á mörkum ævintýris og veruleika.
Á vegi þeirra verða kostulegir karakterar, Þórir haustmyrkur, klikkuðu kerlingarnar Þórkatla og Járngerður og treggáfuðu bófarnir Már og Kári. E svene eventerem er gett eð kenne leynemel.*
*Þýðing: Í svona ævintýrum er gott að kunna leynimál.

Horn á höfði var frumsýnt í Grindavík  2009 og hlaut frábærar viðtökur. Gagnrýnendur lofuðu sýninguna og þegar Íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt 2010 var Horn á höfði valin besta barnasýning leikársins. Í framhaldi var verkið sýnt í Borgarleikhúsinu haustið 2010.  Sýningar í Tjarnarbíó hefjast 15. september 2013.

Gagnrýni:

*****
Fimm störnur í Fréttablaðinu.

****
Fjórar stjörnur í DV

Salurinn veltist um af hlátri.
Gaman !!!!
E.B. Fréttablaðið

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundargerð MTB 18. nóv 2019

Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB) var haldinn mánudaginn 18. nóvember s.l. í Tjarnarbíó.  Hér má nálgast aðalfundargerð, skýrsla stjórnar,  ársreikninga félagsins 2018 og lög félagsins...

Málþing Leikfélags Reykjavíkur um Jóhann Sigurjónsson (1880 – 1919)

Leikfélag Reykjavíkur efnir til málþings í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október  í tilefni af 100 ára dánardægri hans og hefst það kl. 11:00 á Litla...

Morgunspjall SL – Haustið 2019

SL býður félagsmönnum aftur upp á morgunverðarspjallið á nýju leikári.  Næsta spjall verður miðvikudagsmorguninn 2. október á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó.  Kaffi, brauðmeti og morgunverðarleikheit á boðstólnum.  Gestarfyrirlesari í hvert...