Reykjavík Ensemble


Posted on janúar 6th, by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Reykjavík Ensemble

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Alþjóðlega leikfélagið REYKJAVÍK ENSEMBLE var stofnað haustið 2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er listrænn stjórnandi félagsins, og samstarfskonu hennar Ewu Marcinek, verkefnastjóra og rithöfundi. Leikfélagið er fyrsta og eina sjálfstætt starfandi heimsleikhúsið á Íslandi og það vinnur nýsköpunar-og frumkvöðlastarf með því að búa til virkan atvinnuvettvang innan leiklistarinnar fyrir íslenska og fjölþjóðlega listamenn, óháð uppruna, kyni og tungumáli. Leikfélagið þróar og framleiðir skapandi sýningar úr frumsömdum, nútíma og klassískum verkum sem eiga erindi við fjölbreyttan og fjölþjóðlegan áhorfendahóp íslensks samfélags. Á fyrsta starfsárinu útnefndi Reykjavíkurborg REYKJAVÍK ENSEMBLE Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Grímunnar sem Sproti ársins. Ísland pólerað var valin ein af bestu leiksýningum ársins 2020 af leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins.

www.reykjavikensemble.com/





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...